Massa varpaði fjölmiðlasprengju 15. október 2009 08:41 Felipe Massa, Kimi Raikkönen og Fernando Alonso í Brasilíu í fyrra. mynd: Getty Images Brasilíumaðurinn Felipe Massa keppir ekki á þessu ári, en hann skóp moldviðri með ummælum um að Fernando Alonso hafi vitað af svindlinu í Singapúr í fyrra. Massa er á mótsstað í Brasilíu og lét þessi ummæli falla í viðtali við fréttamenn. Massa virðist enn svekktur að hafa tapað meistaratitilinum með eins stigs mun í fyrra, einmitt í Brasilíu. Atvikið í Singapúr varð til þess að hann tapaði að dýrmætum stigum eftir klúður í þjónustuhléi, sem kom upp vegna þess að Nelson Piquet hjá Renault keyrði vísvitandi á varnarvegg. Ferrari mönnum varð um og ó og birtu yfirlýsingu frá Massa til að lægja öldurnar sem sköpuðust. Alonso verður liðsfélagi Massa hjá Ferrari á næsta ári og Ferrari menn vilja því allt slétt og fellt á milli þeirra. Frægt er þegar allt fór í hund og kött millli Alonso og Lewis Hamilton árið 2007, en samskipti þeirra eru þó með ágætum núna. Massa sagði við fréttamenn að hann hefði á tilfinningunni að Alonso hefði vitað um svindlið í Singapúr, þó sökin lægi hjá Renault liðinu og Piquet. Alonso var hreinsaður af öllum ásökunum af sérstakri nefnd hjá FIA. Massa gerði síðan lítið úr ummælunum og sagði að atvikið í Singapúr myndi engin áhrif hafa á samstarf á milli þeirra hjá Ferrari á næsta ári. Sjá brautarlýsingu Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Brasilíumaðurinn Felipe Massa keppir ekki á þessu ári, en hann skóp moldviðri með ummælum um að Fernando Alonso hafi vitað af svindlinu í Singapúr í fyrra. Massa er á mótsstað í Brasilíu og lét þessi ummæli falla í viðtali við fréttamenn. Massa virðist enn svekktur að hafa tapað meistaratitilinum með eins stigs mun í fyrra, einmitt í Brasilíu. Atvikið í Singapúr varð til þess að hann tapaði að dýrmætum stigum eftir klúður í þjónustuhléi, sem kom upp vegna þess að Nelson Piquet hjá Renault keyrði vísvitandi á varnarvegg. Ferrari mönnum varð um og ó og birtu yfirlýsingu frá Massa til að lægja öldurnar sem sköpuðust. Alonso verður liðsfélagi Massa hjá Ferrari á næsta ári og Ferrari menn vilja því allt slétt og fellt á milli þeirra. Frægt er þegar allt fór í hund og kött millli Alonso og Lewis Hamilton árið 2007, en samskipti þeirra eru þó með ágætum núna. Massa sagði við fréttamenn að hann hefði á tilfinningunni að Alonso hefði vitað um svindlið í Singapúr, þó sökin lægi hjá Renault liðinu og Piquet. Alonso var hreinsaður af öllum ásökunum af sérstakri nefnd hjá FIA. Massa gerði síðan lítið úr ummælunum og sagði að atvikið í Singapúr myndi engin áhrif hafa á samstarf á milli þeirra hjá Ferrari á næsta ári. Sjá brautarlýsingu
Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira