Enski boltinn

Vidic og frú sögð vilja flytja til Spánar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nemanja Vidic í leik með Manchester United.
Nemanja Vidic í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Nemanja Vidic og eiginkona hans, Ana, eru í enskum fjölmiðlum í dag sögð vera óánægð með lífið í Manchester og að þau vilji flytja til Spánar.

Talið er líklegt að United muni reyna að gera nýjan samning við Vidic í vetur en ef hann neitar að skrifa undir hann kemur varla til greina að Vidic verði leyft að klára samninginn sinn við félagið og fara svo frítt.

Því er ekki talið ólíklegt að Vidic verði seldur í sumar ef hann gerir forráðamönnum félagsins grein fyrir því að hann vilji fara.

Vidic er samningsbundinn United til loka tímabilsins 2012 og gæti því United fengið drjúga upphæð fyrir hann í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×