Enski boltinn

Gunnar Heiðar skrifaði undir í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Mynd/Daníel

Gunnar Heiðar Þorvaldsson skrifaði loksins undir samning við enska B-deildarfélagið Reading og verður hann því í láni hjá félaginu til loka tímabilsins.

Ólafur Garðarsson staðfesti þetta í samtali við fréttastofu í dag en langan tíma hefur tekið að ganga frá pappírsvinnunni.

Gunnar Heiðar er á mála hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Esbjerg en þar hefur hann lítið sem ekkert fengið að spila á árinu.

Hann fær því nú tækifæri til að sýna sig á nýjum vettvangi. Fyrir hjá Reading eru Íslendingarnir Ívar Ingimarsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×