Fótbolti

Leikmaður Larissa látinn - hjartaáfall talin dánarorsök

Ómar Þorgeirsson skrifar
Frá leik KR og Larissa á KR-velli síðasta sumar.
Frá leik KR og Larissa á KR-velli síðasta sumar. Mynd/Valli

Gríska félagið Larissa, sem beið lægri hlut gegn KR í Evrópudeild UEFA í sumar, tilkynnti í dag að framherjinn Antonio de Nigris væri látinn.

Dánarorskök hins 31 árs gamla fyrrum landsliðsmanns Mexíkó er talin vera hjartaáfall en ekkert hefur verið staðfest ennþá í þeim efnum.

„Larissa syrgir í dag fráfall Antonio de Nigris og vottar fjölskyldu og vandamönnum hans, þá sérstaklega eiginkonunni Soniu og dótturinni Miröndu, samúð sína," segir meðal annars í yfirlýsingu frá gríska félaginu í dag.

De Nigris gekk til liðs við Larissa í ágúst síðast liðnum frá tyrkneska félaginu Ankaragucu og lék því ekki með liðinu í leikjunum gegn KR sem fram fóru í júlí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×