Innlent

Hælisbeiðni Hosmany hafnað

Útlendingastofnun hefur hafnað hælisumsókn brasilíska lýtalæknisins Hosmany Ramos. Hann hyggst kæra niðurstöðuna. Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið tekur innan skamms afstöðu til beiðni yfirvalda í Brasilíu sem vilja að Hosmany verði framseldur til heimalandsins.

Hosmany var dæmdur í áratuga fangelsisvist þar í Brasilíu fyrir margháttar afbrot. Hann var tekinn með vegabréf bróður síns á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst og hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Í framhaldinu óskaði lýtalæknirinn eftir hæli hér á landi.

Framsalsbeiðni barst frá yfirvöldum í Brasilíu í byrjun september. Að sögn Hauks Guðmundssonar, skrifstofustjóra í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu, mun afstaða yfirvalda til beiðninnar liggja fyrir í lok vikunnar eða strax eftir helgi.

Á meðan situr Hosmany í gæsluvarðhaldi sem rennur út föstudaginn 13. nóvember.


Tengdar fréttir

Skrifaði bók um föður framsalsbeiðanda

Dómsmálaráðuneytið hefur farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Hosmany Ramos sem hefur verið hér á landi síðan í haust. Lögmaður Hosmanys, Hilmar Ingimundarson, hefur andmælt því fyrir hönd skjólstæðings síns.

Hosmany áfram í gæsluvarðhaldi

„Gæsluvarðhaldið er endalaust framlengt,“ segir Hilmar Ingimundarson, lögmaður brasilíska lýtalæknisins Hosmany Ramos. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir Hosmany var framlengdur um tvær vikur í dag eins og heimilt er, að sögn Hilmars.

Úrskurðar að vænta í máli Hosmany

Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið tekur á næstu dögum afstöðu til beiðni yfirvalda í Brasilíu sem vilja að brasilíski lýtalæknirinn Hosmany Ramos verði framseldur til heimalandsins.

Hosmany áfram í haldi

Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Brasilíumanninum Ramos Hosmany en hann hefur verið í haldi síðan hann kom til landsins í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×