Kristján Guðmundsson: Vitum af veikleikum í varnarleik FH-liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2009 22:17 Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkurliðsins. Mynd/Anton „Við vorum feykilega góðir allan tímann þar sem við erum ellefu inn á vellinum. Við náðum þessum markmiði okkar sem var að skora fyrsta markið í leiknum," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur eftir 3-1 sigur á FH í átta liða úrslitum VISA-bikarsins í kvöld. Keflavík skoraði eina mark fyrri hálfleiks og komst síðan í 3-0 með tveimur mörkum á fyrstu þrettán mínútum seinni hálfleiks. „Byrjunin í seinni hálfleik var síðan stórkostleg en svo var Jói óheppinn að missa fótanna og vera rekinn útaf með sitt annað gula spjald. Þá varð þetta erfitt á móti jafnsterku liði og FH en okkur tókst að klára þetta þótt að við þyrftum að spila manni færri í 35 mínútur," sagði Kristján. Kristján tók Alen Sutej út úr miðverðinum fyrir Harald Guðmundsson sem lék sinn fyrsta leik með liðinu. „Það að brjóta upp hafsentapar er alltaf gagnrýnisvert en Alen hefur spilað bakvörð og er alinn upp sem bakvörður þannig að hann átti auðveldara með það að spila í bakverðinum. Hann er líka hraðari leikmaður en Haraldur. Við tókum þessa ákvörðun og það gekk upp," sagði Kristján. Símun Samuelsen átti stórkostlegan leik í kvöld, skoraði tvö mörk og átti risaþátt í því þriðja. „Símun hefur verið vaxa í síðustu leikjum og spilað betur og betur. Hann er að springa út og spilaði feykilega vel í kvöld. Þetta eru fyrstu mörkin hans í sumar sem er alveg með ólíkindum," sagði Kristján en hver er galdurinn á bak við að hafa svona gott tak á FH-liðinu. „Við vitum af veikleikum í varnarleik FH-liðsins og sjálfsögðu reynum við að höggva þar. Það er bara að trúa því að það sé hægt að vinna þá og ætla sér það. Það þarf að ætla sér hlutina til þess að þeir gangi upp. Við gírum okkur upp í það að vera jafngóðir og svo bara betri en þeir í þeim leikjum sem við spilum við þá. Það er bara fínt og nú þurfum við að halda því áfram í öllum leikjum sem við spilum," sagði Kristján. Íslenski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
„Við vorum feykilega góðir allan tímann þar sem við erum ellefu inn á vellinum. Við náðum þessum markmiði okkar sem var að skora fyrsta markið í leiknum," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur eftir 3-1 sigur á FH í átta liða úrslitum VISA-bikarsins í kvöld. Keflavík skoraði eina mark fyrri hálfleiks og komst síðan í 3-0 með tveimur mörkum á fyrstu þrettán mínútum seinni hálfleiks. „Byrjunin í seinni hálfleik var síðan stórkostleg en svo var Jói óheppinn að missa fótanna og vera rekinn útaf með sitt annað gula spjald. Þá varð þetta erfitt á móti jafnsterku liði og FH en okkur tókst að klára þetta þótt að við þyrftum að spila manni færri í 35 mínútur," sagði Kristján. Kristján tók Alen Sutej út úr miðverðinum fyrir Harald Guðmundsson sem lék sinn fyrsta leik með liðinu. „Það að brjóta upp hafsentapar er alltaf gagnrýnisvert en Alen hefur spilað bakvörð og er alinn upp sem bakvörður þannig að hann átti auðveldara með það að spila í bakverðinum. Hann er líka hraðari leikmaður en Haraldur. Við tókum þessa ákvörðun og það gekk upp," sagði Kristján. Símun Samuelsen átti stórkostlegan leik í kvöld, skoraði tvö mörk og átti risaþátt í því þriðja. „Símun hefur verið vaxa í síðustu leikjum og spilað betur og betur. Hann er að springa út og spilaði feykilega vel í kvöld. Þetta eru fyrstu mörkin hans í sumar sem er alveg með ólíkindum," sagði Kristján en hver er galdurinn á bak við að hafa svona gott tak á FH-liðinu. „Við vitum af veikleikum í varnarleik FH-liðsins og sjálfsögðu reynum við að höggva þar. Það er bara að trúa því að það sé hægt að vinna þá og ætla sér það. Það þarf að ætla sér hlutina til þess að þeir gangi upp. Við gírum okkur upp í það að vera jafngóðir og svo bara betri en þeir í þeim leikjum sem við spilum við þá. Það er bara fínt og nú þurfum við að halda því áfram í öllum leikjum sem við spilum," sagði Kristján.
Íslenski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira