Viðskipti erlent

Royal Unibrew selur pólska bruggverksmiðju

Royal Unibrew, næststærsta bryggverksmiðja Danmerkur, hefur selt pólska bruggverksmiðju sína í Koszalin til áfengisframleiðendans Van Pur. Stoðir er einn stærsti hluthafinn með fimmtungshlut.

Í umfjöllun um málið á vefsíðunni business.dk segir að með sölunni hafi Unibrew tekist að forða því að þurfa að segja upp 100 starfsmanna sinna. Þeir munu áfram starfa í verksmiðjunni undir nafni Van Pur.

Salan mun hafa jákvæð áhrif á uppgjör Unibrew fyrir árið í ár auk þess að lausafjárstaðan mun batna töluvert. Þetta eru góðar fréttir fyrir hluthafana en Unibrew hefur átt í rekstrarerfiðleikum og hlutabréf þess hafa lækkað mikið í verði að undanförnu.

Talið er að hægt verði að ganga frá sölunni í lok apríl eða byrjun maí en hún er háð leyfi frá samkeppnisyfirvöldum í Póllandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×