Erlent

Óskar Madoff langra daga í grjótinu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Richard Friedman.
Richard Friedman. MYND/CNN
Stórsvikarinn Bernard Madoff lýsti sig sekan fyrir rétti í gær um að hafa haft milljarða dollara af fjárfestum sem hann blekkti. Eitt fórnarlamba hans, Richard Friedman, sem tapaði rúmlega þremur milljónum dollara í svikamyllunni, segist vona að Madoff verði langlífur. Hann megi búast við 150 ára fangelsisdómi og óskar Friedman þess að svikahrappurinn fái að dvelja innan múranna sem lengst. Madoff stendur á sjötugu og verður dómur kveðinn upp yfir honum í júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×