Viðskipti erlent

Verstu jólagjafir opinberra stofnanna í Svíþjóð

Sænska vefsíðan chef.se hefur birt lista yfir verstu jólagafir opinberra stofnanna og fyrirtækja í Svíþjóð til starfsmanna sinna. Meðal þess sem þar er að finna er jólagjöf sænska tollsins til starfsmanna sinna í fyrra. Það var Ipod tæki en svo óheppilega vildi til að um ólöglegar smyglaðar eftirlíkingar var að ræða. Tollyfirvöld afsökuðu sig með að önnur stofnun hefði séð um kaupin fyrir þá.

Það var hinsvegar ekkert ólöglegt við jólagöfina sem bæjarfélagið Mora gaf starfsmönnum sínum. Um var að ræða gjafakort upp á 200 sænskar kr. Því miður hafði sá sem bar ábyrgðina á þessari gjöf ekki kynnt sér skattareglurnar nægilega vel því starfsmennirnir voru rukkaðir um 60 króna skatt hver af gjöf sinni.

Bæjarstarfsmenn í Karlskrona gátu þó ekki kvartað undan sinni jólagjöf árið 2005. Þeir fengu nefnilega enga slíka það árið. Hinsvegar fengu allir forstöðumenn stofnanna Karlskrona sem og bæjarfulltrúarnir bæði jólahlaðborð og jólagjafir á kostnað bæjarsjóðs.

Sænski skatturinn fór að fordæmi Mora árið 2007 og gaf 12.000 starfsmönnum sínum gjafakort. Þetta voru starfsmennirnir ánægðir með. Vandamálið var bara að gjafakortið gilti eingöngu hjá fyrirtæki sem hafði verið kært fyrir skattsvik.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×