Fótbolti

HM-umspilið: Frakkar í fínum málum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld.

Nicolas Anelka sá til þess að Frakkar komust í bílstjórasætið í rimmu sinni við Íra. Frakkar lönduðu sætum 0-1 sigri í Írlandi í kvöld.

Anelka skoraði eina mark leiksins á 73. mínútu. Skot hans fór af varnarmanni og fram hjá Shay Given.

Liam Lawrence hefði átt að koma Írum yfir í fyrri hálfleik en hann var ótrúlegur klaufi að skora ekki fyrir framan tómt markið.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í leiknum og bæði líkleg.

Það þurfti þó snilli Anelka til þess að klára dæmið. Írar fengu annað upplagt tækfæri til þess að skoraí uppbótartíma en aftur fór færið forgörðum.

Írar eiga því erfitt verkefni fyrir höndum er liðin mætast á ný í Frakklandi á miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×