Innlent

Greiningadeildin: Aukin hætta á hryðjuverkum

Sérsveitin að störfum. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar.
Sérsveitin að störfum. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar.

Greiningadeild ríkislögreglustjórans telur aukna hættu á hryðjuverkum hér á landi samkvæmt skýrslu þeirra um mat á skipulagðri glæpastarfsemi og hættu á hryðjuverkum. Í skýrslunni segir að aukin alþjóðleg hryðjuverkastarfsemi og greiðari för fólks milli landa hefur í för með sér aukna hættu á að hérlendis verði framin hryðjuverk eða fram fari undirbúningur hryðjuverkaárása í öðrum löndum.

Ísland og íslenskir hagsmunir gætu orðið fyrir alvarlegum skaða ef hérlendis færi fram undirbúningur að hryðjuverki í öðru landi eða rekja mætti árásir til þess að íslensk stjórnvöld hefðu ekki sinnt alþjóðlegum skuldbindingum um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi, segir í skýrslunni.

Þá kemur fram í greiningunni að um tvenns konar afbrigði hryðjuverkaógnunar sé að ræða, annars vegna hættu á staðbundnum hryðjuverkum og svo hinsvegar alþjóðlegum hryðjuverkum. Hættan á aðgerðum hryðjuverkamanna gegn ákveðnum skotmörkum eða viðburðum á Íslandi var metin lítil sem engin á síðasta ári.








Tengdar fréttir

Greiningadeildin: Fíkniefnaviðskipti arðbær í kreppu

Ein af afleiðingum hruns fjármálakerfisins og þeirrar efnahagskreppu sem skollin er á verður sú að hagnaði af fíkniefnaviðskiptum verður í auknum mæli varið til fjárfestinga hérlendis er ein af meginniðurstöðum skýrslu um skipulagða glæpastarfsemi hér á landi sem ríkislögreglustjóri gaf út í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×