Viðskipti innlent

Evra gæti staðið við hlið krónu

Willem H. Buiter
Willem H. Buiter

Ein þeirra bráðaráðstafana sem Íslendingar gætu hugsanlega gripið til sem útleið úr peningamálakreppunni sem hrun krónunnar hefur leitt til, væri að gera evruna - eða annan traustan gjaldmiðil - að gjaldgengum gjaldmiðli, án formlegrar ákvörðunar um að leggja krónuna niður. Þetta er meðal hugmynda sem Willem H. Buiter, höfundur umtalaðrar skýrslu um veikleika íslenska bankakerfisins, kynnti í heimsókn sinni hingað til lands á dögunum.

Buiter varaði í fyrirlestri sínum í Háskóla Íslands á mánudag í síðustu viku eindregið við því að Íslendingar reyndu að taka upp evruna eða einhvern annan gjaldmiðil einhliða. Sem bráðaráðstöfun uns landið yrði komið á beinu brautina inn í Evrópusambandið og myntbandalagið væri tvær hugsanlegar leiðir færar.

Önnur væri að gera tímabundið samkomulag um að að nota gjaldmiðil annars norræns lands, svo sem Danmerkur eða Noregs. Og hin að gera evruna að gjaldgengri mynt, við hlið krónunnar. Það myndi leiða til þess að fljótlega yrði evran aðalgjalmiðill.Þegar svo kæmi að því að ákveða lokagengið sem krónan yrði reiknuð á inn í evruna væri líklegt að síðustu krónuna í umferð yrði að finna „innrammaða uppi á vegg inni á skrifstofu seðlabankastjóra Íslands.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×