Viðskipti erlent

Tæplega 10.000 sóttu um 220 störf hjá Ikea

Forstjóri Ikea í Óðinsvéum í Danmörku varð að lokum að gefast upp á að lesa yfir umsóknir um störf í nýtt vöruhús Ikea þar í borg. Tæplega 10.000 umsóknir bárust um þau 220 störf sem voru í boði.

Í frétt um málið á börsen.dk segir forstjórinn, Anders Olsen, að hann hafi fengið aðstoð við að fara í gegnum umsóknirnar frá öðrum vöruhúsum Ikea en það hafi ekki dugað til. Olsen segir að kreppan eigi örugglega sök á því hve mikill fjöldi fólks sótti um störfin.

Þegar hafa um 1.000 manns af þeim sem sóttu um komið í starfsmannasamtöl hjá Ikea í Óðinsvéum en vöruhúsið þar verður formlega opnað þann 4. nóvember n.k.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×