Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur lækkað um 0,19 prósent frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni í dag. Þetta er eina hreyfingin á hlutabréfamarkaði.
Þrenn viðskipti standa á bak við heildarveltuna, sem er rétt rúmlega 179 þúsund krónur.
Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) hefur lækkað um 0,31 prósent og stendur hún í 265 stigum.