Verðtrygging miðist við laun 9. september 2009 06:15 Verðtryggð húsnæðislán, sem og gengistryggð lán, eru áhættusamningar, sem stjórnvöld hefðu átt að vara almenning við. Þau eru gölluð vara, sem stjórnvöldum ber að endurskoða. Þetta segir Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði. Hann segir að tengja ætti verðtryggingu lána við launavísitölu, ekki vísitölu neysluverðs eins og nú er gert. Breyta verði kerfinu og gefa fólki færi á að byrja upp á nýtt, og það verði að gera fljótlega. „Það er spursmál um skilvirkni, félagslegt réttlæti, félagslega samstöðu og réttsýni," segir Stiglitz í samtali við Fréttablaðið. Mikilvægt sé að leiðrétta skuldir heimilanna án þess að þeir sem ekki hafi tekið áhættu í fjármálum þurfi að borga brúsann. Íslenska reynslan af hruninu kallar á að nýtt verkfæri verði skapað sem tekur á því þegar laun lækka um leið og verðlag hækkar, segir Stiglitz. Í stað þess að binda upphæð lána við neysluverð eins og nú sé gert væri betra að binda hana við launaþróun í landinu. „[Verðtryggingin] tryggði að bankamennirnir fengju útlán sín endurgreidd, en það gleymdist að bankamenn geta því aðeins fengið greitt að lántakandinn sé á lífi. Það var eiginlega ákveðið að drepa lántakandann," segir hann. Sú hugmynd að tengja fasteignalán launaþróun er ekki ný af nálinni, og íslensk stjórnvöld hafa þegar stigið skref í þessa átt með því að bjóða upp á svokallaða greiðslujöfnun, segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Hann segir að vel megi hugsa sér að vera með fasteignalánamarkað sem tengist til dæmis launavísitölu eða vísitölu fasteignaverðs, en það sé á þessu stigi aðeins akademísk umræða. Að sjálfsögðu sé þó hægt að skoða ýmsar leiðir til að leysa úr vanda þeirra sem eigi erfitt með að standa í skilum með lán sín. „Þetta er skynsamleg leið sem við erum að kanna," segir Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra. Hann segir það einn af kostunum við þessa hugmynd að hún nýtist öllum og auki ráðstöfunarfé fólksins í landinu. Þó verði að fara betur yfir málið áður en hægt sé að ákveða hvort heppilegt geti verið að stefna að því að gera þessa breytingu. - kóþ, bj Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Verðtryggð húsnæðislán, sem og gengistryggð lán, eru áhættusamningar, sem stjórnvöld hefðu átt að vara almenning við. Þau eru gölluð vara, sem stjórnvöldum ber að endurskoða. Þetta segir Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði. Hann segir að tengja ætti verðtryggingu lána við launavísitölu, ekki vísitölu neysluverðs eins og nú er gert. Breyta verði kerfinu og gefa fólki færi á að byrja upp á nýtt, og það verði að gera fljótlega. „Það er spursmál um skilvirkni, félagslegt réttlæti, félagslega samstöðu og réttsýni," segir Stiglitz í samtali við Fréttablaðið. Mikilvægt sé að leiðrétta skuldir heimilanna án þess að þeir sem ekki hafi tekið áhættu í fjármálum þurfi að borga brúsann. Íslenska reynslan af hruninu kallar á að nýtt verkfæri verði skapað sem tekur á því þegar laun lækka um leið og verðlag hækkar, segir Stiglitz. Í stað þess að binda upphæð lána við neysluverð eins og nú sé gert væri betra að binda hana við launaþróun í landinu. „[Verðtryggingin] tryggði að bankamennirnir fengju útlán sín endurgreidd, en það gleymdist að bankamenn geta því aðeins fengið greitt að lántakandinn sé á lífi. Það var eiginlega ákveðið að drepa lántakandann," segir hann. Sú hugmynd að tengja fasteignalán launaþróun er ekki ný af nálinni, og íslensk stjórnvöld hafa þegar stigið skref í þessa átt með því að bjóða upp á svokallaða greiðslujöfnun, segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Hann segir að vel megi hugsa sér að vera með fasteignalánamarkað sem tengist til dæmis launavísitölu eða vísitölu fasteignaverðs, en það sé á þessu stigi aðeins akademísk umræða. Að sjálfsögðu sé þó hægt að skoða ýmsar leiðir til að leysa úr vanda þeirra sem eigi erfitt með að standa í skilum með lán sín. „Þetta er skynsamleg leið sem við erum að kanna," segir Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra. Hann segir það einn af kostunum við þessa hugmynd að hún nýtist öllum og auki ráðstöfunarfé fólksins í landinu. Þó verði að fara betur yfir málið áður en hægt sé að ákveða hvort heppilegt geti verið að stefna að því að gera þessa breytingu. - kóþ, bj
Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Sjá meira