Enski boltinn

Torres tryggði Liverpool sigur í uppbótartíma

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fernando Torres í leiknum í kvöld.
Fernando Torres í leiknum í kvöld. Nordic Photos / Getty Images

Fernando Torres var hetja Liverpool er hann tryggði sínum mönnum í Liverpool 1-0 sigur á Aston Villa á útivalli en markið skoraði hann í uppbótartíma leiksins.

Á þriðju mínútu uppbótartímans hrökk boltinn af varnarmanni Aston Villa og inn fyrir vörn liðsins. Þar var Torres mættur og afgreiddi knöttinn af öryggi í netið.

Með sigrinum endurheimti Liverpool sjöunda sæti deildarinnar og er nú með 33 stig. Aston Villa er í fimmta sæti með 35 stig, tíu stigum á eftir toppliði Chelsea.

Leikurinn var annars heldur bragðdaufur en það breyttist allt saman á lokamínútunum. Torres, Steven Gerrard og Alberto Aquilani voru allir í byrjunarliði Liverpool í kvöld en sá síðastnefndi var tekinn af velli á 77. mínútu.

Torres skoraði sitt 50. mark með Liverpool í kvöld en engum áður hefur tekist það á jafn skömmum tíma og Torres.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×