Fótbolti

Bosingwa dregur ummæli sín til baka

AFP

Bakvörðurinn Jose Bosingwa hjá Chelsea sér eftir því að hafa kallað norska dómarann Tom Henning Ovebro þjóf eftir tap liðsins gegn Barcelona í meistaradeidlinni í gær.

Leikmenn Chelsea voru brjálaðir yfir frammistöðu Norðmannsins eftir leikinn í gær og vildu meina að þeir hefðu átt að fá fjórar vítaspyrnur í leiknum.

Bosingwa lýsti því yfir í viðtali við portúgalska sjónvarpsstöð að hann vissi ekki hvort dómarinn væri dómari eða þjófur, því hann hefði rænt enska liðið farseðlinum í úrslitaleikinn.

"Við vorum allir vonsviknir og svekktir eftir leikinn, en ég sé eftir því að hafa kallað dómarann þjóf. Ég hef hugsað málið betur og mig langar að draga þessi orð mín til baka," sagði Bosingwa í samtali við portúgalska fjölmiðla í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×