Viðskipti innlent

Atlantic Petroleum upp um 30 prósent

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um rúm þrjátíu prósent í dag. Þetta er langmesta hækkun dagsins. Á hæla þes fylgdi gengi Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, sem hækkaði um tæp 12, 7 prósent. Marel Food Systems hækkaði eitt íslensku félaganna, eða um 0,25 prósent.

Á sama tíma féll gengi bréfa í Bakkavör um 7,32 prósent, Færeyjabanka um 1,23 prósent, Össurar um 0,8 prósent, Eimskip lækkaði um sömu prósentutölu auk þess sem gengi bréfa í Straumi lækkaði um 0,54 prósent.

Gamla Úrvalsvísitalan stendur nokkurn veginn óbreytt í dag, eða í 355 stigum.

Nýja vísitalan (OMXI6) lækkaði hins vegar um 1,45 prósent og stendur hún í 981,46 stigum. Hún hefur lækkað frá því útreikningar hennar hófust um áramótin, eða um 1,81 prósent í þrjá viðskiptadaga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×