Fær engar bætur fyrir 25 milljóna króna Porsche-inn sinn 13. október 2009 11:55 Bíllinn sem um ræðir er af sömu gerð og þessi bifreið, Porche 911 GT3RS. Tæplega fertugur eigandi Porschebifreiðar sem fór út af Grindavíkurvegi í janúar á síðasta ári fær bílinn ekki bættann samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Vátryggingarfélag Íslands var sýknað af kröfum mannsins sem vildi fá fullar bætur fyrir bílinn, sem er metinn á tæpar 25 milljónir króna. Talið er að maðurinn hafi verið að lágmarki á 170 km hraða á klukkustund þegar hann fór út af. Bíllinn er af gerðinni Porsche 911 GT3RS og gjöreyðilagðist en hann var nánast glænýr, keyrður um 300 km. Mikil mildi þótti að ekki færi verr en ökumaðurinn slasaðist lítillega. Fyrir dómi gaf prófessor í vélaverkfræði skýrslu en hann var fenginn til þess að reikna út áætlaðan hraða bifreiðarinnar þegar óhappið var. Hann taldi að fyrir óhappið hafi hraði bifreiðarinnar verið 184 km á klukkustund, mögulegur lágmarkshraði 170 km á klukkustund og mögulegur hármarkshraði 210 km á klukkustund. „Prófessorinn gaf skýrslu fyrir dómi og staðfesti ofangreint verk sitt og útskýrði á greinargóðan hátt. Þar kom m.a. fram að hann hefur fengist við hraðaútreikninga vélknúinna ökutækja að beiðni lögreglu frá árinu 1995 og gert um 15-20 slíka útreikninga á ári hverju," segir í dómnum. Niðurstaða héraðsdóms er sú að leggja verði skýrslu prófessorsins til grundvallar við úrlausn málsins, enda hafi ekkert komið fram í málinu sem rýri sönnunargildi hennar. „Samkvæmt því verður slegið föstu að bifreið stefnanda hafi verið á ofsahraða, að lágmarki á 170 km á klukkustund, er hún fór út af glerhálum veginum í myrkri að vetri til. Með þessum glannaakstri sýndi stefnandi af sér stórkostlegt gáleysi og verður vátryggingaratburðurinn að öllu leyti rakinn til þess." Tengdar fréttir 25 milljóna króna Porche gjörónýtur eftir útafakstur Bíllinn sem fór útaf á Grindavíkurvegi seint í gærkvöldi var af gerðinni Porche 911 GT3RS. Bíllinn er gjörónýtur eftir útafaksturinn. 12. janúar 2008 18:15 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Tæplega fertugur eigandi Porschebifreiðar sem fór út af Grindavíkurvegi í janúar á síðasta ári fær bílinn ekki bættann samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Vátryggingarfélag Íslands var sýknað af kröfum mannsins sem vildi fá fullar bætur fyrir bílinn, sem er metinn á tæpar 25 milljónir króna. Talið er að maðurinn hafi verið að lágmarki á 170 km hraða á klukkustund þegar hann fór út af. Bíllinn er af gerðinni Porsche 911 GT3RS og gjöreyðilagðist en hann var nánast glænýr, keyrður um 300 km. Mikil mildi þótti að ekki færi verr en ökumaðurinn slasaðist lítillega. Fyrir dómi gaf prófessor í vélaverkfræði skýrslu en hann var fenginn til þess að reikna út áætlaðan hraða bifreiðarinnar þegar óhappið var. Hann taldi að fyrir óhappið hafi hraði bifreiðarinnar verið 184 km á klukkustund, mögulegur lágmarkshraði 170 km á klukkustund og mögulegur hármarkshraði 210 km á klukkustund. „Prófessorinn gaf skýrslu fyrir dómi og staðfesti ofangreint verk sitt og útskýrði á greinargóðan hátt. Þar kom m.a. fram að hann hefur fengist við hraðaútreikninga vélknúinna ökutækja að beiðni lögreglu frá árinu 1995 og gert um 15-20 slíka útreikninga á ári hverju," segir í dómnum. Niðurstaða héraðsdóms er sú að leggja verði skýrslu prófessorsins til grundvallar við úrlausn málsins, enda hafi ekkert komið fram í málinu sem rýri sönnunargildi hennar. „Samkvæmt því verður slegið föstu að bifreið stefnanda hafi verið á ofsahraða, að lágmarki á 170 km á klukkustund, er hún fór út af glerhálum veginum í myrkri að vetri til. Með þessum glannaakstri sýndi stefnandi af sér stórkostlegt gáleysi og verður vátryggingaratburðurinn að öllu leyti rakinn til þess."
Tengdar fréttir 25 milljóna króna Porche gjörónýtur eftir útafakstur Bíllinn sem fór útaf á Grindavíkurvegi seint í gærkvöldi var af gerðinni Porche 911 GT3RS. Bíllinn er gjörónýtur eftir útafaksturinn. 12. janúar 2008 18:15 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
25 milljóna króna Porche gjörónýtur eftir útafakstur Bíllinn sem fór útaf á Grindavíkurvegi seint í gærkvöldi var af gerðinni Porche 911 GT3RS. Bíllinn er gjörónýtur eftir útafaksturinn. 12. janúar 2008 18:15