Enski boltinn

Cole orðaður við Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Fregnir berast nú af því að Liverpool sé með framherja West Ham, Carlton Cole, undir smásjánni hjá sér. Er jafnvel talið að Liverpool geri tilboð í leikmanninn í janúar.

Cole hefur verið í flottu formi með West Ham í vetur og ef hann heldur áfram á sömu braut er því spáð að hann fari á HM með Englendingum.

Liverpool þarf sárlega á fleiri framherjum að halda og bág fjárhagsstaða West Ham gæti neytt félagið til þess að taka freistandi tilboði þegar félagaskiptaglugginn opnar eftir áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×