Innlent

Póstbíll valt nálægt Höfn

Póstbíll valt skammt frá Hornafjarðarfljóti í gærkvöldi og slasaðist kona sem ók honum. Hún dvaldi á Heilsugæslunni á Höfn í Hornafirði í nótt. Talið er að hún hafi misst stjórn á bílnum í snarpri vindhviðu. Lögreglan á Selfossi varar ökumenn við snörpum vindhviðum undir Ingólfsfjalli og telur varasamt að fara þar um með hjólhýsi eða hestakerrur, sem taka mikinn vind á sig. Þá lá við að það væri hálka á Akureyri í morgunsárið, því þar var alhvítt í morgun eftir snjókomu síðla nætur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×