Innlent

Gæsluvarðhalds krafist í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Húsið sem maðurinn lést í í gærkvöld. Mynd/ Sigurjón.
Húsið sem maðurinn lést í í gærkvöld. Mynd/ Sigurjón.
Líklegt er að farið verði fram á gæsluvarðhald seinni partinn í dag yfir manninum sem grunaður er um manndráp við Dalshraun í Hafnarfirði í gærkvöld. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sé byrjað að yfirheyra manninn en það verði líklega gert síðar í dag.

Það var um klukkan hálftólf í gærkvöldi sem lögreglunni barst tilkynning um látinn mann í leiguhúsnæði í Hafnarfirði. Þegar lögregla kom á vettvang fannst látinn maður með áverka á höfði í húsnæðinu og var maðurinn handtekinn á vettvangi grunaður um að hafa verið valdur að dauða hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×