McDonalds hættir á Íslandi 26. október 2009 09:20 Skyndibitakeðjan McDonalds er að hætta á Íslandi samkvæmt tilkynningu frá Lyst efh. Ástæðan er sú að Lyst ehf., þarf að kaupa aðföng erlendis vegna sérstakra staðla McDonalds. Í staðinn mun skynbitastaðurinn Metro taka við af McDonalds og má þar finna íslenska hamborgara með íslensku hráefni. Hægt er að lesa tilkynninguna frá fyrirtækinu í heild sinni hér fyrir neðan: Lyst ehf. mun um mánaðamótin hætta samstarfi við McDonald's skyndibitakeðjuna, en fyrirtækið rekur þrjá veitingastaði samkvæmt sérleyfi frá McDonald's. Rekstri staðanna verður haldið áfram undir nafninu Metro. Metro-staðirnir munu áfram bjóða svipaðar vörur og áþekkan matseðil á sambærilegu verði. Áhersla verður lögð á íslenskt hráefni, gæði og hraða þjónustu eins og áður. Breytingin er gerð í góðu samkomulagi við McDonald's. Ástæðan fyrir breytingunni er erfitt efnahagsumhverfi hér á landi. Þar ræður hrun gengis íslensku krónunnar mestu. Lyst ehf. hefur undanfarin ár keypt flest hráefni í McDonald's réttina, kjöt, ost, grænmeti og önnur aðföng af erlendum birgjum, samkvæmt kröfum og stöðlum McDonald's. Gengishrunið, ásamt háum tollum á innfluttar búvörur, hefur tvöfaldað hráefniskostnað fyrirtækisins og gert afkomuna erfiða. Aðilar hafa ekki trú á að efnahagsaðstæður hér batni nægilega til að rekstur veitingastaða undir merkjum McDonald's verði arðbær til lengri tíma. Viðbrögð Lystar ehf. við þessum breytingum eru að halda rekstri veitingastaðanna á Suðurlandsbraut, í Kringlunni og á Smáratorgi áfram undir nýju nafni. Samið hefur verið við innlenda birgja um að sjá Metro-stöðunum fyrir besta fáanlega hráefni og máltíðir Metro verða í umbúðum sem framleiddar eru á Íslandi. Með því að beina viðskiptum til innlendra framleiðenda mun takast að lækka hráefniskostnað verulega. 10-15 ný störf verða til hjá innlendum framleiðendum vegna breytingarinnar. Nautakjöt, kjúklingur, mjólkurvörur, sósur, ís, brauð, grænmeti og umbúðir allt frá innlendum framleiðendum. Viðskiptavinir Metro munu frá og með sunnudeginum 1. nóvember geta gengið að svipuðum matseðli og var á McDonald´s stöðunum. Barnaboxin með skemmtilegum leikföngum verða á sínum stað. Áfram er lagt upp úr ströngu gæðaeftirliti, hraða í þjónustu og lágu verði. Þar verður byggt á reynslunni, sem Lyst ehf. hefur af löngu og farsælu samstarfi við McDonald's. Strax á fyrstu vikunum verða viðskiptavinir einnig varir við nýjungar, t.d. aukna áherslu á salöt og annað heilsufæði. Davíð Oddsson fær sér fyrsta Big Mac hamborgarann við opnun Mc Donalds á Íslandi árið 1993.MYND/GVA „Við þökkum McDonald's fyrir gott samstarf á liðnum árum og í undirbúningi þessarar breytingar," segir Jón Garðar Ögmundsson, eigandi Lystar ehf. „ Með íslensku vörumerki á skyndibitamarkaðnum við núverandi aðstæður höfum við fulla trú á framtíðinni, enda hefur aldrei verið meira að gera hjá okkur en undanfarna mánuði. Við ætlum að halda okkar striki með því að færa innkaup okkar til innlendra framleiðanda og byggja áfram á þeirri löngu reynslu, sem við höfum af samstarfinu við fremstu skyndibitakeðju í heimi. Þannig ætlum við að halda okkar forystu á markaðnum."Lyst ehf. opnaði fyrsta McDonald's staðinn á Íslandi 9. september 1993. Veitingastaðirnir eru nú þrír, við Suðurlandsbraut, í Kringlunni og á Smáratorgi. Jón Garðar Ögmundsson hefur verið eigandi Lystar frá 2004. Starfsmenn fyrirtækisins eru 90 og verður engum sagt upp vegna breytinganna. Reksturinn heldur áfram á sömu kennitölu þrátt fyrir breytt vörumerki. Afgreiðslutímar verða þeir sömu og áður. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Skyndibitakeðjan McDonalds er að hætta á Íslandi samkvæmt tilkynningu frá Lyst efh. Ástæðan er sú að Lyst ehf., þarf að kaupa aðföng erlendis vegna sérstakra staðla McDonalds. Í staðinn mun skynbitastaðurinn Metro taka við af McDonalds og má þar finna íslenska hamborgara með íslensku hráefni. Hægt er að lesa tilkynninguna frá fyrirtækinu í heild sinni hér fyrir neðan: Lyst ehf. mun um mánaðamótin hætta samstarfi við McDonald's skyndibitakeðjuna, en fyrirtækið rekur þrjá veitingastaði samkvæmt sérleyfi frá McDonald's. Rekstri staðanna verður haldið áfram undir nafninu Metro. Metro-staðirnir munu áfram bjóða svipaðar vörur og áþekkan matseðil á sambærilegu verði. Áhersla verður lögð á íslenskt hráefni, gæði og hraða þjónustu eins og áður. Breytingin er gerð í góðu samkomulagi við McDonald's. Ástæðan fyrir breytingunni er erfitt efnahagsumhverfi hér á landi. Þar ræður hrun gengis íslensku krónunnar mestu. Lyst ehf. hefur undanfarin ár keypt flest hráefni í McDonald's réttina, kjöt, ost, grænmeti og önnur aðföng af erlendum birgjum, samkvæmt kröfum og stöðlum McDonald's. Gengishrunið, ásamt háum tollum á innfluttar búvörur, hefur tvöfaldað hráefniskostnað fyrirtækisins og gert afkomuna erfiða. Aðilar hafa ekki trú á að efnahagsaðstæður hér batni nægilega til að rekstur veitingastaða undir merkjum McDonald's verði arðbær til lengri tíma. Viðbrögð Lystar ehf. við þessum breytingum eru að halda rekstri veitingastaðanna á Suðurlandsbraut, í Kringlunni og á Smáratorgi áfram undir nýju nafni. Samið hefur verið við innlenda birgja um að sjá Metro-stöðunum fyrir besta fáanlega hráefni og máltíðir Metro verða í umbúðum sem framleiddar eru á Íslandi. Með því að beina viðskiptum til innlendra framleiðenda mun takast að lækka hráefniskostnað verulega. 10-15 ný störf verða til hjá innlendum framleiðendum vegna breytingarinnar. Nautakjöt, kjúklingur, mjólkurvörur, sósur, ís, brauð, grænmeti og umbúðir allt frá innlendum framleiðendum. Viðskiptavinir Metro munu frá og með sunnudeginum 1. nóvember geta gengið að svipuðum matseðli og var á McDonald´s stöðunum. Barnaboxin með skemmtilegum leikföngum verða á sínum stað. Áfram er lagt upp úr ströngu gæðaeftirliti, hraða í þjónustu og lágu verði. Þar verður byggt á reynslunni, sem Lyst ehf. hefur af löngu og farsælu samstarfi við McDonald's. Strax á fyrstu vikunum verða viðskiptavinir einnig varir við nýjungar, t.d. aukna áherslu á salöt og annað heilsufæði. Davíð Oddsson fær sér fyrsta Big Mac hamborgarann við opnun Mc Donalds á Íslandi árið 1993.MYND/GVA „Við þökkum McDonald's fyrir gott samstarf á liðnum árum og í undirbúningi þessarar breytingar," segir Jón Garðar Ögmundsson, eigandi Lystar ehf. „ Með íslensku vörumerki á skyndibitamarkaðnum við núverandi aðstæður höfum við fulla trú á framtíðinni, enda hefur aldrei verið meira að gera hjá okkur en undanfarna mánuði. Við ætlum að halda okkar striki með því að færa innkaup okkar til innlendra framleiðanda og byggja áfram á þeirri löngu reynslu, sem við höfum af samstarfinu við fremstu skyndibitakeðju í heimi. Þannig ætlum við að halda okkar forystu á markaðnum."Lyst ehf. opnaði fyrsta McDonald's staðinn á Íslandi 9. september 1993. Veitingastaðirnir eru nú þrír, við Suðurlandsbraut, í Kringlunni og á Smáratorgi. Jón Garðar Ögmundsson hefur verið eigandi Lystar frá 2004. Starfsmenn fyrirtækisins eru 90 og verður engum sagt upp vegna breytinganna. Reksturinn heldur áfram á sömu kennitölu þrátt fyrir breytt vörumerki. Afgreiðslutímar verða þeir sömu og áður.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira