Handbolti

Góður sigur hjá Löwen

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Íslendingaliðið Rhein-Neckar Löwen komst upp í fjórða sæti þýsku úrvalsdeildarinnar er liðið lagði Minden í dag, 27-31.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 4 mörk fyrir Löwen, Snorri Steinn Guðjónsson var með 3 mörk og Ólafur Stefánsson 2.

Gylfi Gylfason skoraði 5 mörk fyrir Minden.

Löwen er jafnt Lemgo að stigum en þau lið mætast einmitt á þriðjudag. Sá leikur verður í beinni á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×