Uppgjöf Fréttablaðsins Ögmundur Jónasson skrifar 10. ágúst 2009 00:01 Dauft var yfir leiðarasíðu Fréttablaðsins á laugardag. Uppgjafartónn í leiðara, og litlu betri var Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, sem virðist helst sjá það aðfinnsluvert í íslenskum stjórnmálum að ríkisstjórnin skuli „sitja uppi" með „andóf og tafleiki" af hálfu nokkurra stjórnarþingmanna og ráðherra í Icesave-málinu. Þar er m.a. átt við undirritaðan. Steinunn Stefánsdóttir kallar leiðara sinn „Það er búið sem búið er". Þar er viðkvæðið svipað og hjá Þorsteini, búið sé að semja og síðan er því slegið fram að „hver dagur" sé dýr sem líði án þess að gengið sé frá ríkisábyrgð á Icesave-samningnum. Hvers vegna skyldi hver dagur vera dýr? Vegna þess að okkur séu ella allar bjargir bannaðar hér innanlands og vegna tafa á gjaldeyrislánum. En hversu mikill á gjaldeyrisforðinn að verða og hve mikils er til kostandi? Eru þau Steinunn og Þorsteinn sammála Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um að þessi þrjú hundruð þúsund manna þjóð þurfi 5,2 milljarða Bandaríkjadala forða, sem kemur til með að kosta okkur upp undir 20 milljarða kr. árlega í nettóvexti? Gæti dugað helmingi minna? Er ef til vill meira um vert í þröngri stöðu að leggja höfuðáherslu á lækkun vaxta og fara hægara í sakirnar með slökun gjaldeyrishafta? Ég sakna þess að fréttaskýrendur reyni að taka þátt í gagnrýninni umræðu og velti vöngum yfir valkostum Íslands. En það krefst úthalds að gefast ekki upp, loka augunum; segja að við séum búin að fyrirgera öllum rétti okkar og verðum að leggja allt traust á AGS. Staðreyndin er sú að enn höfum við ekki gengist í ríkisábyrgðina þótt sumir hafi verið til þess albúnir að undirgangast hana án þess að gera minnstu tilraun til að kynna sér samninginn! Okkur ber skylda til að tryggja okkur eins vel og hægt er inn í framtíðina. Ef við leikum af okkur þá þurfum við að hafa styrk til að endurmeta stöðuna - svo lengi sem það er hægt. Í Icesave-samningnum er okkur gert að greiða vexti frá síðustu áramótum af meintri skuld við Breta og Hollendinga enda þótt Evróputilskipunin kveði ekki á um að slík kvöð vakni fyrr en undir júlílok. Þetta gera 100 milljónir á dag. Það munar um hvern dag Steinunn. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fékk 500 milljóna skuldabagga í arf út úr þenslutímanum. Það jafngildir vöxtum af Icesave yfir verslunarmannahelgina. Það getur orðið okkur dýrkeypt að búa við fjölmiðla sem hafa ekki hugrekki og staðfestu til að horfast í augu við vanda okkar og þora aldrei að endurmeta það sem gert er. Ég ætla að vona að menn gangi ekki til viðræðna við Evrópusambandið með þá uppgjöf í farteskinu sem birtist okkur í Fréttablaðinu sl. laugardag. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Dauft var yfir leiðarasíðu Fréttablaðsins á laugardag. Uppgjafartónn í leiðara, og litlu betri var Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, sem virðist helst sjá það aðfinnsluvert í íslenskum stjórnmálum að ríkisstjórnin skuli „sitja uppi" með „andóf og tafleiki" af hálfu nokkurra stjórnarþingmanna og ráðherra í Icesave-málinu. Þar er m.a. átt við undirritaðan. Steinunn Stefánsdóttir kallar leiðara sinn „Það er búið sem búið er". Þar er viðkvæðið svipað og hjá Þorsteini, búið sé að semja og síðan er því slegið fram að „hver dagur" sé dýr sem líði án þess að gengið sé frá ríkisábyrgð á Icesave-samningnum. Hvers vegna skyldi hver dagur vera dýr? Vegna þess að okkur séu ella allar bjargir bannaðar hér innanlands og vegna tafa á gjaldeyrislánum. En hversu mikill á gjaldeyrisforðinn að verða og hve mikils er til kostandi? Eru þau Steinunn og Þorsteinn sammála Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um að þessi þrjú hundruð þúsund manna þjóð þurfi 5,2 milljarða Bandaríkjadala forða, sem kemur til með að kosta okkur upp undir 20 milljarða kr. árlega í nettóvexti? Gæti dugað helmingi minna? Er ef til vill meira um vert í þröngri stöðu að leggja höfuðáherslu á lækkun vaxta og fara hægara í sakirnar með slökun gjaldeyrishafta? Ég sakna þess að fréttaskýrendur reyni að taka þátt í gagnrýninni umræðu og velti vöngum yfir valkostum Íslands. En það krefst úthalds að gefast ekki upp, loka augunum; segja að við séum búin að fyrirgera öllum rétti okkar og verðum að leggja allt traust á AGS. Staðreyndin er sú að enn höfum við ekki gengist í ríkisábyrgðina þótt sumir hafi verið til þess albúnir að undirgangast hana án þess að gera minnstu tilraun til að kynna sér samninginn! Okkur ber skylda til að tryggja okkur eins vel og hægt er inn í framtíðina. Ef við leikum af okkur þá þurfum við að hafa styrk til að endurmeta stöðuna - svo lengi sem það er hægt. Í Icesave-samningnum er okkur gert að greiða vexti frá síðustu áramótum af meintri skuld við Breta og Hollendinga enda þótt Evróputilskipunin kveði ekki á um að slík kvöð vakni fyrr en undir júlílok. Þetta gera 100 milljónir á dag. Það munar um hvern dag Steinunn. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fékk 500 milljóna skuldabagga í arf út úr þenslutímanum. Það jafngildir vöxtum af Icesave yfir verslunarmannahelgina. Það getur orðið okkur dýrkeypt að búa við fjölmiðla sem hafa ekki hugrekki og staðfestu til að horfast í augu við vanda okkar og þora aldrei að endurmeta það sem gert er. Ég ætla að vona að menn gangi ekki til viðræðna við Evrópusambandið með þá uppgjöf í farteskinu sem birtist okkur í Fréttablaðinu sl. laugardag. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun