Innlent

Alræmd brasilísk fangelsi

Svipmyndir úr Cotel-fangelsinu.
Svipmyndir úr Cotel-fangelsinu.

Cotel-fangelsið nærri Recife er alræmt fyrir illan aðbúnað og uppreisnir. Það, líkt og raunar mörg önnur fangelsi í Brasilíu, hefur sætt harðri gagnrýni mannréttindasamtaka. Árið 2007 létust nokkrir fangar í uppreisn í fangelsinu og í febrúar í fyrra var einnig gerð þar uppreisn. Þá slapp 51 fangi úr fangelsinu. Í nokkurra ára gamalli skýrslu um fangelsi í Brasilíu kemur fram að árið 2002 hafi 303 fangar verið myrtir í brasilískum fangelsum af samföngum sínum.

Hlynur Smári Sigurðarson, fyrsti íslenski Brasilíufanginn af fjórum, dvaldi í fangelsi í Porto Seguro. Hann lýsti því í viðtali við Fréttablaðið að hann hafi gengið um með tálgaðan tannbursta á sér til að verjast stöðugum árásum. Hann hafi fengið myglaðan og mölétinn mat, sem í voru sljóvgandi lyf, sem bæði draga úr árásargirni og minnka kynhvöt til að fækka nauðgunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×