Björgvin, Jónas og stjórn FME láta af störfum 25. janúar 2009 10:38 Björgvin G. Sigurðsson hefur sent Geir H. Haarde, forsætisráðherra, bréf þar sem hann biðst lausnar sem viðskiptaráðherra. Björgvin greindi frá þessu á fundi með blaðamönnum. Jafnframt tilkynnti hann að Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og stjórn Fjármálaeftirlitsins láti af störfum. Björgvin segist með þessu axla ábyrgð vegna bankahrunsins en segir aðspurður að mun fleiri beri ábyrgð. Hann sagði jafnframt að nú skapist svigrúm til að skipa út stjórn Seðlabankans. Björgvin hyggst sækjast eftir endurkjöri sem þingmaður. Tilkynning Björgvins til forsætisráðherra er svohljóðandi: ,,Hæstvirtur forsætisráðherra, Ég biðst í dag lausnar frá embætti viðskiptaráðherra í 2. ráðuneyti þínu. Jafnframt hef ég kynnt þá ákvörðun mína formanni stjórnar Fjármálaeftirlitsins og mun hann segja af sér í kjölfar þessa. Þá hef ég óskað eftir því við stjórn Fjármálaeftirlitsins að hún gangi frá starfslokum við forstjóra eftirlitsins og í kjölfarið segi sér. Mér var sýnt mikið traust þegar ég var útnefndur ráðherra í ríkisstjórn þinni og gekk til verks í fullvissu þess að hún gæti nýtt stóran meirihluta sinn á Alþingi til þess að koma fram mikilvægum umbótum. Ég kveð ríkisstjórnina reynslunni ríkari og þakka fyrir góð persónuleg samskipti. Frá því að hin alþjóðlega lánsfjárkreppa skall á hefur ríkisstjórnin gripið til víðtækra aðgerða til að takmarka tjón heimila og atvinnulífs. Í þessi verkefni var ráðist af brýnni þjóðarnauðsyn til að tryggja að hér myndaðist ekki neyðarástand sem leitt hefði til enn frekari hörmunga fyrir samfélagið allt. Jafnframt þessum bráðaaðgerðum var ljóst að skapa þyrfti nýja samfélagslega sátt, þar sem traust ríkir um leikreglur og lýðræðisleg vinnubrögð, og að lagðar yrðu nýjar línur fyrir íslenskt efnahagslíf og stjórnkerfi. Þetta hefur ríkisstjórninni mistekist. Með ákvörðun minni í dag vil ég axla minn hluta af ábyrgðinni á því. Ástæða ákvörðunar minnar er sú sannfæring mín að nauðsynlegt sé að ryðja brautina fyrir uppgjör og uppbyggingu sem byggi á trausti almennings. Forsendur fyrir því að skapa frið og traust í samfélaginu til endurreisnar eru meðal annars þær að stjórnmálamenn og stjórnendur stofnana samfélagsins axli ábyrgð. Það er skoðun mín að stjórn Fjármálaeftirlitsins og starfsmenn stofnunarinnar hafi unnið mikið og gott starf við að stjórna uppgjöri á gömlu bönkunum og leggja grundvöll að nýrri bankastarfsemi í landinu. Efasemdum um hlut stjórnar og stofnunar í aðdraganda bankahrunsins verður hins vegar ekki eytt fyrr en öll kurl koma til grafar og ljóst er að hvorki mun ríkja friður né traust um starfsemina að sinni. Ég tel því rétt að ráðherra bankamála og stjórn Fjármálaeftirlits víki til þess að skapa nýjar forsendur fyrir árangursríku starfi. Ég óska þér velfarnaðar og sigurs í baráttu við erfiðan sjúkdóm og vona að ríkisstjórn og Alþingi takist að ráða fram úr vanda þjóðarinnar á farsælan hátt. Með vinsemd og virðingu, Björgvin G. Sigurðsson" Tengdar fréttir Björgvin segir líklega af sér Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað til fréttamannafundur nú klukkan hálfellefu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er líklegt að Björgvin tilkynni um afsögn sína sem ráðherra. 25. janúar 2009 10:12 Björgvin boðar til blaðamannafundar Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað til fréttamannafundur nú klukkan hálfellefu og er búist við tíðindum sem tengjast framhaldi stjórnarsamstarfsins. Háværar raddir hafa verið allt frá bankahruninu í haust að Björgvin viki sem ráðherra bankamála og forystumenn Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins færu sömuleiðis. Líklegt þykir að einhver tíðindi af þessu tagi verði kynnt í dag. 25. janúar 2009 09:55 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson hefur sent Geir H. Haarde, forsætisráðherra, bréf þar sem hann biðst lausnar sem viðskiptaráðherra. Björgvin greindi frá þessu á fundi með blaðamönnum. Jafnframt tilkynnti hann að Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og stjórn Fjármálaeftirlitsins láti af störfum. Björgvin segist með þessu axla ábyrgð vegna bankahrunsins en segir aðspurður að mun fleiri beri ábyrgð. Hann sagði jafnframt að nú skapist svigrúm til að skipa út stjórn Seðlabankans. Björgvin hyggst sækjast eftir endurkjöri sem þingmaður. Tilkynning Björgvins til forsætisráðherra er svohljóðandi: ,,Hæstvirtur forsætisráðherra, Ég biðst í dag lausnar frá embætti viðskiptaráðherra í 2. ráðuneyti þínu. Jafnframt hef ég kynnt þá ákvörðun mína formanni stjórnar Fjármálaeftirlitsins og mun hann segja af sér í kjölfar þessa. Þá hef ég óskað eftir því við stjórn Fjármálaeftirlitsins að hún gangi frá starfslokum við forstjóra eftirlitsins og í kjölfarið segi sér. Mér var sýnt mikið traust þegar ég var útnefndur ráðherra í ríkisstjórn þinni og gekk til verks í fullvissu þess að hún gæti nýtt stóran meirihluta sinn á Alþingi til þess að koma fram mikilvægum umbótum. Ég kveð ríkisstjórnina reynslunni ríkari og þakka fyrir góð persónuleg samskipti. Frá því að hin alþjóðlega lánsfjárkreppa skall á hefur ríkisstjórnin gripið til víðtækra aðgerða til að takmarka tjón heimila og atvinnulífs. Í þessi verkefni var ráðist af brýnni þjóðarnauðsyn til að tryggja að hér myndaðist ekki neyðarástand sem leitt hefði til enn frekari hörmunga fyrir samfélagið allt. Jafnframt þessum bráðaaðgerðum var ljóst að skapa þyrfti nýja samfélagslega sátt, þar sem traust ríkir um leikreglur og lýðræðisleg vinnubrögð, og að lagðar yrðu nýjar línur fyrir íslenskt efnahagslíf og stjórnkerfi. Þetta hefur ríkisstjórninni mistekist. Með ákvörðun minni í dag vil ég axla minn hluta af ábyrgðinni á því. Ástæða ákvörðunar minnar er sú sannfæring mín að nauðsynlegt sé að ryðja brautina fyrir uppgjör og uppbyggingu sem byggi á trausti almennings. Forsendur fyrir því að skapa frið og traust í samfélaginu til endurreisnar eru meðal annars þær að stjórnmálamenn og stjórnendur stofnana samfélagsins axli ábyrgð. Það er skoðun mín að stjórn Fjármálaeftirlitsins og starfsmenn stofnunarinnar hafi unnið mikið og gott starf við að stjórna uppgjöri á gömlu bönkunum og leggja grundvöll að nýrri bankastarfsemi í landinu. Efasemdum um hlut stjórnar og stofnunar í aðdraganda bankahrunsins verður hins vegar ekki eytt fyrr en öll kurl koma til grafar og ljóst er að hvorki mun ríkja friður né traust um starfsemina að sinni. Ég tel því rétt að ráðherra bankamála og stjórn Fjármálaeftirlits víki til þess að skapa nýjar forsendur fyrir árangursríku starfi. Ég óska þér velfarnaðar og sigurs í baráttu við erfiðan sjúkdóm og vona að ríkisstjórn og Alþingi takist að ráða fram úr vanda þjóðarinnar á farsælan hátt. Með vinsemd og virðingu, Björgvin G. Sigurðsson"
Tengdar fréttir Björgvin segir líklega af sér Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað til fréttamannafundur nú klukkan hálfellefu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er líklegt að Björgvin tilkynni um afsögn sína sem ráðherra. 25. janúar 2009 10:12 Björgvin boðar til blaðamannafundar Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað til fréttamannafundur nú klukkan hálfellefu og er búist við tíðindum sem tengjast framhaldi stjórnarsamstarfsins. Háværar raddir hafa verið allt frá bankahruninu í haust að Björgvin viki sem ráðherra bankamála og forystumenn Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins færu sömuleiðis. Líklegt þykir að einhver tíðindi af þessu tagi verði kynnt í dag. 25. janúar 2009 09:55 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Björgvin segir líklega af sér Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað til fréttamannafundur nú klukkan hálfellefu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er líklegt að Björgvin tilkynni um afsögn sína sem ráðherra. 25. janúar 2009 10:12
Björgvin boðar til blaðamannafundar Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað til fréttamannafundur nú klukkan hálfellefu og er búist við tíðindum sem tengjast framhaldi stjórnarsamstarfsins. Háværar raddir hafa verið allt frá bankahruninu í haust að Björgvin viki sem ráðherra bankamála og forystumenn Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins færu sömuleiðis. Líklegt þykir að einhver tíðindi af þessu tagi verði kynnt í dag. 25. janúar 2009 09:55