Formúla 1

McLaren fékk skilorðsbundið bann

Lewis Hamilton og McLaren mega ekki brjóta af sér næstu 12 mánuði samkvæmt dómi FIA í dag.
Lewis Hamilton og McLaren mega ekki brjóta af sér næstu 12 mánuði samkvæmt dómi FIA í dag.

McLaren var í dag dæmt í þriggja móta skilorðsbundið bann af FIA, vegna lygamálsins sem kom upp í fyrsta móti ársins. Þá sögðu tveir meðlimir liðsins dómurum mótsins í Ástralíu ósatt.

FIA tók málið fyrir í dag og komst að þeirri niðurstöðu að McLaren fengi þriggja móta bann, skilorðsbundið. Í úrskurðinum segir líka að liðið má ekki brjóta af sér næstu 12 mánuði á neinn hátt sem telst óíþróttamannslegur, eins og í viðkomandi tilviki. Að öðrum kosti fær liðið 3 móta bann.

Martin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri McLaren mætti einn á fund FIA í dag og baðst formlega afsökunar á því sem kom upp í fyrsta móti ársins. Dave Ryan sem fór með Hamilton á fund dómara í Ástralíu var látinn fara frá liðinu eftir hátt í 30 ára starf.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×