Stjórnarmaður KSÍ vill setja siðareglur 11. nóvember 2009 06:00 Ingibjörg telur að upplýsa hefði átt þegar um málefni fjármálastjóra, en 3,2 milljónir króna voru teknar af korti KSÍ á nektarstað í Sviss. Hún kallar eftir siðareglum. fréttablaðið/vilhelm Ingibjörg Hinriksdóttir, stjórnarmaður í Knattspyrnusambandi Íslands (KSÍ), telur að ekki hafi verið tekið rétt á málum fjármálastjóra sambandsins, en milljónir voru teknar af korti sambandsins sem hann var með á nektarstað í Sviss. Ingibjörg telur að málið hefði átt að vera opinbert frá fyrstu stundu. „Mér finnst þetta mál ömurlegt í heild sinni og mér var verulega brugðið þegar ég heyrði fyrst af því í fjölmiðlum á fimmtudag. Ég þekkti Pálma [fjármálastjórann] ekki af öðru en að vera æruverðugur og heiðarlegur maður. Sú leið sem var farin var ekki sú sem ég hefði kosið fyrst. Ég hefði kosið að stjórnin hefði verið kölluð saman og upplýst og málið rætt.“ Ingibjörg segir að málið sé KSÍ ekki til sóma og það skaði knattspyrnu á Íslandi. Setja verði siðareglur fyrir sambandið. „Það hefði mátt vera ákvörðun fyrrum framkvæmdastjóra og núverandi formanns að setja slíkar siðareglur. Það tækifæri nýtti hann því miður ekki. Ég held að það sé rangt að fara í felur með svona mál. Það er heiðarlegast að hafa allt uppi á borðinu.“ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að stjórnin muni fara yfir erindi menntamálaráðherra, en líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær, hefur Katrín Jakobsdóttir krafist skýringa frá sambandinu. Málið verði rætt í stjórn sambandsins 19. nóvember. Hann hafi ekki enn kynnt sér dóminn sem féll í Sviss en hann muni gera það. Ingibjörg hafði ekki heyrt af stjórnarfundinum þegar Fréttablaðið náði tali af henni. „Mér finnst málið nú komið í ógöngur og veit ekki hvaða skref eru best í því. Við í stjórninni þurfum að taka þau skref í sameiningu.“ kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Sjá meira
Ingibjörg Hinriksdóttir, stjórnarmaður í Knattspyrnusambandi Íslands (KSÍ), telur að ekki hafi verið tekið rétt á málum fjármálastjóra sambandsins, en milljónir voru teknar af korti sambandsins sem hann var með á nektarstað í Sviss. Ingibjörg telur að málið hefði átt að vera opinbert frá fyrstu stundu. „Mér finnst þetta mál ömurlegt í heild sinni og mér var verulega brugðið þegar ég heyrði fyrst af því í fjölmiðlum á fimmtudag. Ég þekkti Pálma [fjármálastjórann] ekki af öðru en að vera æruverðugur og heiðarlegur maður. Sú leið sem var farin var ekki sú sem ég hefði kosið fyrst. Ég hefði kosið að stjórnin hefði verið kölluð saman og upplýst og málið rætt.“ Ingibjörg segir að málið sé KSÍ ekki til sóma og það skaði knattspyrnu á Íslandi. Setja verði siðareglur fyrir sambandið. „Það hefði mátt vera ákvörðun fyrrum framkvæmdastjóra og núverandi formanns að setja slíkar siðareglur. Það tækifæri nýtti hann því miður ekki. Ég held að það sé rangt að fara í felur með svona mál. Það er heiðarlegast að hafa allt uppi á borðinu.“ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að stjórnin muni fara yfir erindi menntamálaráðherra, en líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær, hefur Katrín Jakobsdóttir krafist skýringa frá sambandinu. Málið verði rætt í stjórn sambandsins 19. nóvember. Hann hafi ekki enn kynnt sér dóminn sem féll í Sviss en hann muni gera það. Ingibjörg hafði ekki heyrt af stjórnarfundinum þegar Fréttablaðið náði tali af henni. „Mér finnst málið nú komið í ógöngur og veit ekki hvaða skref eru best í því. Við í stjórninni þurfum að taka þau skref í sameiningu.“ kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Sjá meira