Lífið

Stelpukvöld NFS: Söfnuðu 60 þúsund krónum

Sigfús J. Árnason skrifar
Súkkulaðigosbrunnur og áfengislausir kokteilar héldu dömunum við efnið.
Súkkulaðigosbrunnur og áfengislausir kokteilar héldu dömunum við efnið.
Það var fjölmenni á Stelpukvöldi NFS síðastliðinn þriðjudag en hátt í 120 stelpur í nemendafélaginu létu sjá sig. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg og stóð fjörið langt fram á háttatíma.

Súkkulaðigosbrunnur, ávextir og áfengislausir kokteilar héldu dömunum við efnið, Songbird og Death of a scuba fish tóku nokkur lög og kynlífsfræðingurinn Sigga Dögg steig á svið. Stelpurnar höfðu um nóg að spyrja og hefur kvöldið ef til vill glatt nokkra heppna unnusta.

Stelpukvöldið var til styrktar ungum dreng, Sigfinni Pálssyni, sem greindist með krabbamein í lifur og lungum árið 2007, þá aðeins 13 ára gamall. Hann hefur barist hetjulega við meinið alla tíð síðan en Sigfinnur hefur þurft að gangast undir fjölda lyfjameðferða og aðgerða.

,,Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt og láta gott af okkur leiða," segir Birna Ásbjörnsdóttir, einn skipuleggjendanna, sem var hæstánægð með kvöldið.

Stjórn NFS hafði heitið því að tvöfalda upphæðina sem safnaðist í styrktarbaukinn og koma sextíuþúsund krónur örugglega vel að notum í baráttu Sigfinns við meinið.



Þessi frétt er skrifuð af fulltrúa FS fyrir Skólalífið á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.