Lýðræðisshreyfingin, með Ástþór Magnússon í farabroddi, ætlar að gefa Páli Magnússyni, útvarpstjóra RÚV, nýja bifreið klukkan tvö í dag. Gjöfin verður afhent við höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleyti. Ekki er ljóst hverskonar bifreið um er að ræða.
Með gjörningnum vill Lýðræðishreyfingin leggja til að Páll Magnússon taki sér frí, og um leið deila á bílkost útvarpsstjórans.
Bílaeign Páls Magnússonar hefur verið umdeild en Vísir sagði meðal annars frá lúxusjeppa sem sjónvarpsstjórinn ekur um á á kostnað Ríkisins.
Frekari upplýsinga má finna á vefsvæði hreyfingarinnar á lydveldi.is.