Tyrkneskt vatn flutt inn í plastflöskum Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar 29. apríl 2009 07:30 Vatn frá Tyrklandi. Stefán Gíslason umhverfisfræðingur keypti hálfslítra flösku með nafninu Pinar í Krónunni um daginn. Mynd/Stefán „Þetta vakti forvitni mína því að ég hef aldrei skilið hvers vegna Íslendingar ættu að flytja inn vatn en mér finnst eiginlega liggja miklu beinna við að flytja það út," segir Stefán Gíslason, umhverfisfræðingur í Borgarnesi. Hann keypti nýlega hálfs lítra vatnsflösku undir merkjum Pinar frá Tyrklandi í Krónunni í Mosfellsbæ. Flaskan, sem er með venjulegu lindarvatni og flutt inn frá Danmörku, var seld með 55 prósenta afslætti, eða á 29 krónur stykkið, enda síðasti söludagur skammt undan. Tappinn var settur á flöskuna í apríllok 2008. „Mér fannst merkilegt að við flyttum inn vatn frá Danmörku á sama tíma og Kaupmannahafnarbúar sjá fram á varanlegan vatnsskort. En ég var samt miklu meira hissa þegar ég sá að þetta sjálfsagt ágæta vatn hefði verið flutt til Danmerkur frá Tyrklandi," segir hann. Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri hjá Kaupási, segir að fjörutíu feta gámur, eða um fimmtíu bretti, af tyrknesku vatni hafi verið fluttur til landsins og vatnið selt í tilraunaskyni í öllum stóru Krónubúðunum. „Við gerðum prufu til að sjá hvernig þetta kæmi út. Það er mjög mikil sala á vatni, bæði hreinu og blönduðu með til dæmis sítrónu eða ávöxtum, og það var gott verð á þessu vatni." Móttökurnar hafa verið góðar en Kristinn telur að vatnið komi ekki aftur. „Við erum alltaf að kanna hvað markaðurinn vill. Fólk er hrifnara af íslensku vatni, Kristal og Toppi, en erlendu vatni." Stefán bendir á að kranavatn sé miklu ódýrara og betra en innflutt vatn. „Mikil orka fer í að framleiða umbúðir og flytja vatnið þannig að þetta er fáránlegt. Það er líka fáránlegt að Íslendingar kaupi vatn í flösku úti í búð þótt það sé framleitt innanlands vegna þess að vatnsframleiðslan kostar meira, þarf meiri orku og vatnið er verra hvað gæðin varðar." Stefán sagði frá vatnskaupunum á bloggsíðu sinni og fékk meðal annars viðbrögðin: „Getur það verið að við séum að eyða dýrmætum gjaldeyri í að kaupa þetta af Dönum?" Kristinn segir að vatnið hafi verið keypt og flutt inn fyrir bankahrun. Markaðir Viðskipti Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Samstarf Fleiri fréttir Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Sjá meira
„Þetta vakti forvitni mína því að ég hef aldrei skilið hvers vegna Íslendingar ættu að flytja inn vatn en mér finnst eiginlega liggja miklu beinna við að flytja það út," segir Stefán Gíslason, umhverfisfræðingur í Borgarnesi. Hann keypti nýlega hálfs lítra vatnsflösku undir merkjum Pinar frá Tyrklandi í Krónunni í Mosfellsbæ. Flaskan, sem er með venjulegu lindarvatni og flutt inn frá Danmörku, var seld með 55 prósenta afslætti, eða á 29 krónur stykkið, enda síðasti söludagur skammt undan. Tappinn var settur á flöskuna í apríllok 2008. „Mér fannst merkilegt að við flyttum inn vatn frá Danmörku á sama tíma og Kaupmannahafnarbúar sjá fram á varanlegan vatnsskort. En ég var samt miklu meira hissa þegar ég sá að þetta sjálfsagt ágæta vatn hefði verið flutt til Danmerkur frá Tyrklandi," segir hann. Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri hjá Kaupási, segir að fjörutíu feta gámur, eða um fimmtíu bretti, af tyrknesku vatni hafi verið fluttur til landsins og vatnið selt í tilraunaskyni í öllum stóru Krónubúðunum. „Við gerðum prufu til að sjá hvernig þetta kæmi út. Það er mjög mikil sala á vatni, bæði hreinu og blönduðu með til dæmis sítrónu eða ávöxtum, og það var gott verð á þessu vatni." Móttökurnar hafa verið góðar en Kristinn telur að vatnið komi ekki aftur. „Við erum alltaf að kanna hvað markaðurinn vill. Fólk er hrifnara af íslensku vatni, Kristal og Toppi, en erlendu vatni." Stefán bendir á að kranavatn sé miklu ódýrara og betra en innflutt vatn. „Mikil orka fer í að framleiða umbúðir og flytja vatnið þannig að þetta er fáránlegt. Það er líka fáránlegt að Íslendingar kaupi vatn í flösku úti í búð þótt það sé framleitt innanlands vegna þess að vatnsframleiðslan kostar meira, þarf meiri orku og vatnið er verra hvað gæðin varðar." Stefán sagði frá vatnskaupunum á bloggsíðu sinni og fékk meðal annars viðbrögðin: „Getur það verið að við séum að eyða dýrmætum gjaldeyri í að kaupa þetta af Dönum?" Kristinn segir að vatnið hafi verið keypt og flutt inn fyrir bankahrun.
Markaðir Viðskipti Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Samstarf Fleiri fréttir Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Sjá meira