Sigmundur Davíð bestur - Gunnar Helgi í ruglinu Breki Logason skrifar 6. október 2009 00:01 Ögmundur Jónasson Mynd/Stefán Karlsson Ögmundur Jónasson var veikur heima þegar forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Hann horfði hinsvegar á umræðurnar í sjónvarpinu og þótti ýmsir góðir. Hrifnastur var hann þó af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Framsóknarflokksins. Ögmundur botnar ekkert í stjórnmálafræðiprófessor sem segir Ögmund halda ríkisstjórninni í gíslingu. „Þetta er óskiljanlegt rugl," segir Ögmundur um fullyrðingar prófessorsins. Það vakti athygli að Ögmundur var víðsfjarri þingsal í kvöld en nokkuð hefur gustað um hann síðan hann hætti sem heilbrigðisráðherra í síðustu viku. Fréttir bárust af því í dag að hann hefði beðist undan því að mæla fyrir hönd VG í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. „Ég var bara lasinn heima," segir Ögmundur aðspurður um fjarveru sína. „Ég horfði hinsvegar á þetta og mönnum mæltist ágætlega. Sigmundur Davíð þótti mér góður, ýmsir voru ágætir, en hann var bestur," segir Ögmundur. Aðspurður um ríkisstjórnarsamstarfið og hvað muni gerast á næstu dögum segir Ögmundur það ráðast með niðurstöðunni í Icesavemálinu. Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor, hélt því fram á Vísi í gærmorgun að Ögmundur héldi ríkisstjórninni í gíslingu. Þetta skilur Ögmundur ekki og spyr hvar Gunnar hafi lært fræði sín. „Hvernig getur einstaklingur sem vill styrkja þingræðið og vill að þingið greiði atkvæði og útkljái þetta mál frjálst og óháð verið að halda mönnum í gíslingu. Þetta er óskiljanlegt rugl," segir Ögmundur allt annað en ánægður. „Maður sem að víkur úr ríkisstjórn sem hótar að sprengja sjálfa sig í loft upp ef viðkomandi hverfur ekki frá afstöðu sinni er sakaður um að halda ríkisstjórninni í gíslingu. Þetta er eitthvað skrýtið." Þannig að þú varst frekar að bjarga henni? „Ég hefði haldið það frekar." „Ég er hræddur um að ég hefði fallið á prófi Gunnars Helga og ég bíð ekki í þá sem ná prófi í þessum vísindum." Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ögmundur Jónasson var veikur heima þegar forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Hann horfði hinsvegar á umræðurnar í sjónvarpinu og þótti ýmsir góðir. Hrifnastur var hann þó af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Framsóknarflokksins. Ögmundur botnar ekkert í stjórnmálafræðiprófessor sem segir Ögmund halda ríkisstjórninni í gíslingu. „Þetta er óskiljanlegt rugl," segir Ögmundur um fullyrðingar prófessorsins. Það vakti athygli að Ögmundur var víðsfjarri þingsal í kvöld en nokkuð hefur gustað um hann síðan hann hætti sem heilbrigðisráðherra í síðustu viku. Fréttir bárust af því í dag að hann hefði beðist undan því að mæla fyrir hönd VG í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. „Ég var bara lasinn heima," segir Ögmundur aðspurður um fjarveru sína. „Ég horfði hinsvegar á þetta og mönnum mæltist ágætlega. Sigmundur Davíð þótti mér góður, ýmsir voru ágætir, en hann var bestur," segir Ögmundur. Aðspurður um ríkisstjórnarsamstarfið og hvað muni gerast á næstu dögum segir Ögmundur það ráðast með niðurstöðunni í Icesavemálinu. Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor, hélt því fram á Vísi í gærmorgun að Ögmundur héldi ríkisstjórninni í gíslingu. Þetta skilur Ögmundur ekki og spyr hvar Gunnar hafi lært fræði sín. „Hvernig getur einstaklingur sem vill styrkja þingræðið og vill að þingið greiði atkvæði og útkljái þetta mál frjálst og óháð verið að halda mönnum í gíslingu. Þetta er óskiljanlegt rugl," segir Ögmundur allt annað en ánægður. „Maður sem að víkur úr ríkisstjórn sem hótar að sprengja sjálfa sig í loft upp ef viðkomandi hverfur ekki frá afstöðu sinni er sakaður um að halda ríkisstjórninni í gíslingu. Þetta er eitthvað skrýtið." Þannig að þú varst frekar að bjarga henni? „Ég hefði haldið það frekar." „Ég er hræddur um að ég hefði fallið á prófi Gunnars Helga og ég bíð ekki í þá sem ná prófi í þessum vísindum."
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira