Innlent

Læra íslensku á því að spila spil

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra afhenti Selmu Kristjánsdóttur (til vinstri) evrópumerkið.
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra afhenti Selmu Kristjánsdóttur (til vinstri) evrópumerkið.

Selma Kristjánsdóttir, höfundur Íslenskuspilsins, fékk evrópumerki á evrópska tungumáladeginum nýverið. Spilið þjálfar íslenskuþekkingu fullorðinna útlendinga og hjálpar þeim að kynnast og þar með aðlagast íslensku samfélagi.

Evrópski tungumáladagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur hér á landi síðustu árin, og er þetta í sjöunda skipti sem evrópumerkið er veitt þennan dag.

Í umsögn dómnefndar segir að spilið reyni á margs konar færni í íslensku. Selma vann að gerð þess á vegum Þekkingarseturs Þingeyinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×