Lífið

Árás Marlon King: „Eins og að fá múrstein í andlitið“

Marlon King og áverkar á Emily eftir árásina.
Marlon King og áverkar á Emily eftir árásina.

Fjölmiðlar í Bretlandi hafa fjallað nokkuð um hrottalega árás knattspyrnumannsins Marlon King sem leikur með Wigan Athletic í úrvalsdeildinni. Hinn 29 ára gamli framherji var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir árás á tvítuga stúlku, Emily Carr, en hann kýldi hann margoft í andlitið.

„Þetta var eins og að fá múrstein í andlitið. King sló mig eins og atvinnuboxari. Hann varð sér til skammar og ætti aldrei aftur að fá að leika knattspyrnu sem atvinnumaður," sagði Emily í mögnuðu viðtali við News of the world í dag.

Árásin var gerð á næturklúbbi og þar sem Emily lá grátandi í gólfinu eftir nokkur högg reyndi hún að láta fólk vita af sér. King snér sér þá að henni og sagði: „Ég er milljónamæringur, elskan......þú ert ekki einu sinni í mínum gæðaflokki!"

„King hélt hann væri kóngurinn, en hann er bara þorpari með gullkort."

Hægt er að sjá myndband af viðtali News of the World við Emily hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.