Fótbolti

HM-umspilið: Slóvenar skoruðu mikilvægt útivallarmark

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rússar fagna öðru marka sinna í dag.
Rússar fagna öðru marka sinna í dag.

Rússar eru langt frá því að vera komnir með farseðilinn á HM eftir nauman sigur á Slóveníu, 2-1, í Rússlandi í dag.

Diniyar Bilyaletdinov skoraði tvívegis fyrir Rússa sem virtust ætla að landa þæglegum sigri.

Nejc Pecnik skoraði aftur á móti gríðarlega mikilvægt útivallarmark á 88. mínútu og hleypi þessari rimmu í loft upp.

Síðari leikurinn fer fram í Slóveníu á miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×