Barðastrandarræningi vill hefja nýtt líf Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 20. ágúst 2009 14:30 Marvin að kjassa hundinn sinn, Mjölni. „Þetta er náttúrulega hræðilegt dæmi. Ég hef séð rosalega eftir þessu síðan," segir Marvin Kjarval M., einn þeirra sem ákærður er fyrir ránið á Barðaströnd 25. maí síðastliðinn. „Ég lagði samt aldrei hendi á þennan mann, ég skaðaði hann ekki eða ógnaði honum. Ég hef samt á samviskunni að hafa ekki stoppað þetta," segir Marvin, sem vill þó síður fara út í smáatriði málsins. Marvin er lesendum Vísis kunnur, en hann missti hundinn sinn Mjölni í kerfinu fyrr í sumar þegar hann var gefinn nýjum eigendum eftir að hafa týnst. Marvin gat ekki sótt Mjölni til þar til bærra yfirvalda eftir að hann fannst því hann var í meðferð á Vogi. Hundurinn er enn ófundinn, en yfir 7000 manns hafa skráð sig í hópinn Mjölni skilað á Feisbúkk. Aðspurður játar Marvin að hafa verið í neyslu á þessum tíma, en hann sé nú edrú. „Þegar þetta skeði þá uppgötvaði ég að líf mitt var meira eða minna orðið viðbjóðslegt. Ég skráði mig í meðferð, fór inn á Vog, útskrifaðist þaðan og er búinn að vera edrú síðan." Marvin vonast til að það verði honum til málsbóta fyrir dómi. „Það er samt ekki ástæðan fyrir því að ég reif mig upp. Þegar maður áttar sig á því að maður hefur komið nálægt svona skelfilegum hlut, þá liggur það náttúrulega alveg rosalega þungt á manni," segir Marvin. Hann segir fíkniefnaheiminn ekki líf heldur kviksyndi sem maður drukknar í áður en maður veit af. Marvin fer fyrir dóm á morgun og er að eigin sögn stressaður fyrir því, enda fyrsta skiptið sem hann tekst á við svona lagað. Hann segist þó vilja taka líf sitt í gegn og standa sig svo hann endi ekki í líkkistu eða lokaður inni. „Ég ætla að fara aftur í skóla. Framtíðarplanið er að flytja til Þýskalands og verða fullgildur hundaþjálfari. Ég elska hunda, allt við þá," segir Marvin, sem hefur verið að hjálpa ýmsu vinafólki við að þjálfa hunda þess. Tengdar fréttir Ákærðir vegna innbrots á Barðaströnd Fjórir menn hafa verið ákærðir vegna innbrots og frelsissviptingu á Barðaströnd þann 25. maí síðastliðinn. 20. ágúst 2009 09:39 Yngsti mannræningi á Íslandi ákærður í Barðastrandarmálinu Axel Karl Gíslason, einn þeirra sem ákærður er fyrir innbrotið og frelsissviptinguna á Barðaströnd 25. maí síðastliðinn, á að baki tveggja ára fangelsisdóm fyrir að ræna starfsmanni Bónuss á Seltjarnarnesi árið 2005. Axel, sem var á skilorði á þeim tíma, neyddi starfsmanninn með hótunum ofan í skott á bíl og var svo ekið á brott. Bíllinn var stöðvaður við hraðbanka þar sem starfsmaðurinn var neyddur til að taka 30 þúsund krónur út úr hraðbanka, sem voru svo hirtar af honum. 20. ágúst 2009 10:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
„Þetta er náttúrulega hræðilegt dæmi. Ég hef séð rosalega eftir þessu síðan," segir Marvin Kjarval M., einn þeirra sem ákærður er fyrir ránið á Barðaströnd 25. maí síðastliðinn. „Ég lagði samt aldrei hendi á þennan mann, ég skaðaði hann ekki eða ógnaði honum. Ég hef samt á samviskunni að hafa ekki stoppað þetta," segir Marvin, sem vill þó síður fara út í smáatriði málsins. Marvin er lesendum Vísis kunnur, en hann missti hundinn sinn Mjölni í kerfinu fyrr í sumar þegar hann var gefinn nýjum eigendum eftir að hafa týnst. Marvin gat ekki sótt Mjölni til þar til bærra yfirvalda eftir að hann fannst því hann var í meðferð á Vogi. Hundurinn er enn ófundinn, en yfir 7000 manns hafa skráð sig í hópinn Mjölni skilað á Feisbúkk. Aðspurður játar Marvin að hafa verið í neyslu á þessum tíma, en hann sé nú edrú. „Þegar þetta skeði þá uppgötvaði ég að líf mitt var meira eða minna orðið viðbjóðslegt. Ég skráði mig í meðferð, fór inn á Vog, útskrifaðist þaðan og er búinn að vera edrú síðan." Marvin vonast til að það verði honum til málsbóta fyrir dómi. „Það er samt ekki ástæðan fyrir því að ég reif mig upp. Þegar maður áttar sig á því að maður hefur komið nálægt svona skelfilegum hlut, þá liggur það náttúrulega alveg rosalega þungt á manni," segir Marvin. Hann segir fíkniefnaheiminn ekki líf heldur kviksyndi sem maður drukknar í áður en maður veit af. Marvin fer fyrir dóm á morgun og er að eigin sögn stressaður fyrir því, enda fyrsta skiptið sem hann tekst á við svona lagað. Hann segist þó vilja taka líf sitt í gegn og standa sig svo hann endi ekki í líkkistu eða lokaður inni. „Ég ætla að fara aftur í skóla. Framtíðarplanið er að flytja til Þýskalands og verða fullgildur hundaþjálfari. Ég elska hunda, allt við þá," segir Marvin, sem hefur verið að hjálpa ýmsu vinafólki við að þjálfa hunda þess.
Tengdar fréttir Ákærðir vegna innbrots á Barðaströnd Fjórir menn hafa verið ákærðir vegna innbrots og frelsissviptingu á Barðaströnd þann 25. maí síðastliðinn. 20. ágúst 2009 09:39 Yngsti mannræningi á Íslandi ákærður í Barðastrandarmálinu Axel Karl Gíslason, einn þeirra sem ákærður er fyrir innbrotið og frelsissviptinguna á Barðaströnd 25. maí síðastliðinn, á að baki tveggja ára fangelsisdóm fyrir að ræna starfsmanni Bónuss á Seltjarnarnesi árið 2005. Axel, sem var á skilorði á þeim tíma, neyddi starfsmanninn með hótunum ofan í skott á bíl og var svo ekið á brott. Bíllinn var stöðvaður við hraðbanka þar sem starfsmaðurinn var neyddur til að taka 30 þúsund krónur út úr hraðbanka, sem voru svo hirtar af honum. 20. ágúst 2009 10:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Ákærðir vegna innbrots á Barðaströnd Fjórir menn hafa verið ákærðir vegna innbrots og frelsissviptingu á Barðaströnd þann 25. maí síðastliðinn. 20. ágúst 2009 09:39
Yngsti mannræningi á Íslandi ákærður í Barðastrandarmálinu Axel Karl Gíslason, einn þeirra sem ákærður er fyrir innbrotið og frelsissviptinguna á Barðaströnd 25. maí síðastliðinn, á að baki tveggja ára fangelsisdóm fyrir að ræna starfsmanni Bónuss á Seltjarnarnesi árið 2005. Axel, sem var á skilorði á þeim tíma, neyddi starfsmanninn með hótunum ofan í skott á bíl og var svo ekið á brott. Bíllinn var stöðvaður við hraðbanka þar sem starfsmaðurinn var neyddur til að taka 30 þúsund krónur út úr hraðbanka, sem voru svo hirtar af honum. 20. ágúst 2009 10:30