Enski boltinn

Lampard eyddi jólunum með gömlu kærustunni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Frank Lampard og barnsmóðir hans, Elen Rivas, sömdu frið um jólin svo dætur þeirra gætu eytt jólunum með foreldrum sínum. Rivas samþykkti að koma á heimili faðir Lampards gegn því að núverandi unnusta Lampards, sjónvarpskonan Christine Bleakley, væri fjarverandi. Lampard gekkst við því.

Lampard og Rivas voru saman í sjö ár. Skilnaður þeirra var ljótur og fór að nokkru leyti fram í fjölmiðlum þar sem þau fengu útrás fyrir tilfinningar sínar. Lampard hafði þá verið staðinn að framhjáhaldi í tvígang.

Rivas hafði vonast til þess að ná aftur saman við Lampard og það særði hana er Lampard tók að hitta Bleakley á laun í október síðastliðnum.

Jólin fóru þó vel fram og börnin eru sögð hafa brosað út af eyrum að hafa báða foreldra sína hjá sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×