Segja Marel ekki á leið úr landinu Óli Kristján Ármannsson skrifar 25. mars 2009 00:01 Theo Hoen og Sigsteinn Grétarsson. Marel er ekki á förum og gjaldeyrishöft ekki til vandræða samkvæmt því sem nýir yfirmenn Marel Food Systems segja. Mynd/GVA „Áherslan er nú á samþættingu rekstrarins og endurskipulagningu undir einu heiti eftir mjög hraðan uppvöxt og útrás síðustu ára," segir Theo Hoen, nýr forstjóri Marel Food Systems. Hann hefur starfað við hlið Harðar Arnarsson frá því Marel Food Systems sameinaðist Stork Food Systems í fyrravor, en þar var Theo Hoen forstjóri áður. Tilkynnt var um starfslok Harðar um helgina. Þá tók Sigsteinn Grétarsson, sem áður var framkvæmdastjóri starfsemi Marel hf. hér á landi, sæti í framkvæmdastjórn félagsins við hlið Hoens og Eriks Kaman fjármálastjóra. Breytingarnar ollu nokkru umróti meðal starfsfólks Marel Food Systems hér, en nýir yfirmenn félagsins kynntu þær á fjölmennum fundi á mánudag. „Spurningarnar sem helst brunnu á fólki sneru að því hvort flytja ætti félagið úr landi og hvort störf þess væru trygg," segir Hoen, sem vísar á bug öllum vangaveltum um flutning fyrirtækisins. Þekkingin sé hér til staðar og eðli starfseminnar ekki þannig að hún verði auðveldlega flutt. „Svo hefur starfsemin líka gengið mjög vel hér og undarlegt að fara að hrófla við því. Frekar væri að við mundum auka við okkur," segir hann, en segist um leið skilja áhyggjur fólks af þessu. „En þetta sýnum við best í verki næsta hálfa árið." Theo Hoen og Sigsteinn Grétarsson segja ljóst að félagið sé í yfirburðastöðu í heiminum með heildarlausnir í vinnslu matvæla sem ekkert annað félag fái keppt við. Vissulega sé samkeppni þó hörð innan einstakra framleiðsluþátta, svo sem hvað varði einstakar skurðar- eða pökkunarvélar. Ekki sé hins vegar von á neinum kollsteypum í starfseminni og áherslan á vöruþróun tengdri vinnslu á fuglakjöti, fiski og öðru kjöti. „Núna ríður á að koma fram sem eitt fyrirtæki, bæði inn á við og út á við. Það er stærsta áskorunin sem við Sigsteinn stöndum nú frammi fyrir," segir Hoen. Hluthafar segir hann að standi sterkir að baki stefnu félagsins og hafi burði til að styðja við hana, þótt ekkert launungarmál sé að stjórnin vildi gjarnan aukna erlenda fjárfestingu í félagið. „Stærsti hluti fjármögnunarinnar er hins vegar hér á landi og engin vandkvæði fyrirséð þar," segir hann og telur ekki að gjaldeyrishöft Seðlabankans séu til trafala. Hoen verður með aðsetur í Boxmeer í Hollandi þar sem yfir 800 manns starfa, en Sigsteinn verður starfandi hér, þar sem um 350 manns starfa hjá fyrirtækinu. Höfuðstöðvar Marel Food Systems verða áfram hér á landi. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Sjá meira
„Áherslan er nú á samþættingu rekstrarins og endurskipulagningu undir einu heiti eftir mjög hraðan uppvöxt og útrás síðustu ára," segir Theo Hoen, nýr forstjóri Marel Food Systems. Hann hefur starfað við hlið Harðar Arnarsson frá því Marel Food Systems sameinaðist Stork Food Systems í fyrravor, en þar var Theo Hoen forstjóri áður. Tilkynnt var um starfslok Harðar um helgina. Þá tók Sigsteinn Grétarsson, sem áður var framkvæmdastjóri starfsemi Marel hf. hér á landi, sæti í framkvæmdastjórn félagsins við hlið Hoens og Eriks Kaman fjármálastjóra. Breytingarnar ollu nokkru umróti meðal starfsfólks Marel Food Systems hér, en nýir yfirmenn félagsins kynntu þær á fjölmennum fundi á mánudag. „Spurningarnar sem helst brunnu á fólki sneru að því hvort flytja ætti félagið úr landi og hvort störf þess væru trygg," segir Hoen, sem vísar á bug öllum vangaveltum um flutning fyrirtækisins. Þekkingin sé hér til staðar og eðli starfseminnar ekki þannig að hún verði auðveldlega flutt. „Svo hefur starfsemin líka gengið mjög vel hér og undarlegt að fara að hrófla við því. Frekar væri að við mundum auka við okkur," segir hann, en segist um leið skilja áhyggjur fólks af þessu. „En þetta sýnum við best í verki næsta hálfa árið." Theo Hoen og Sigsteinn Grétarsson segja ljóst að félagið sé í yfirburðastöðu í heiminum með heildarlausnir í vinnslu matvæla sem ekkert annað félag fái keppt við. Vissulega sé samkeppni þó hörð innan einstakra framleiðsluþátta, svo sem hvað varði einstakar skurðar- eða pökkunarvélar. Ekki sé hins vegar von á neinum kollsteypum í starfseminni og áherslan á vöruþróun tengdri vinnslu á fuglakjöti, fiski og öðru kjöti. „Núna ríður á að koma fram sem eitt fyrirtæki, bæði inn á við og út á við. Það er stærsta áskorunin sem við Sigsteinn stöndum nú frammi fyrir," segir Hoen. Hluthafar segir hann að standi sterkir að baki stefnu félagsins og hafi burði til að styðja við hana, þótt ekkert launungarmál sé að stjórnin vildi gjarnan aukna erlenda fjárfestingu í félagið. „Stærsti hluti fjármögnunarinnar er hins vegar hér á landi og engin vandkvæði fyrirséð þar," segir hann og telur ekki að gjaldeyrishöft Seðlabankans séu til trafala. Hoen verður með aðsetur í Boxmeer í Hollandi þar sem yfir 800 manns starfa, en Sigsteinn verður starfandi hér, þar sem um 350 manns starfa hjá fyrirtækinu. Höfuðstöðvar Marel Food Systems verða áfram hér á landi.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Sjá meira