Viðskipti erlent

Putin vill að Renault hjálpi framleiðanda Lada

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Renault þarf að hjálpa Lada framleiðandanum.
Renault þarf að hjálpa Lada framleiðandanum.
Renault þarf að veita stærsta bílaframleiðanda í Rússlandi mikla aðstoð til að forðast gjaldþrot, annars missa 50 þúsund manns vinnuna. Þetta hefur Bloomberg fréttastofan eftir Vladimir Putin forsætisráðherra Rússa.

Renault á 25% hlut í rússneska bílaframleiðandanum AvtoVAZ, sem framleiðir Lada. Putin krefst þess að Renault veiti meiri peningum í AvtoVAZ og deili tæknikunnáttu sinni með starfsmönnum þess til þess að koma bílaframleiðandanum til bjargar. Geri Renault þetta ekki muni helmingur starfsmanna missa vinnuna og Renault tapa öllum þeim peningum sem þeir hafa lagt í fyrirtækið.

„Við eigum í góðu samstarfi við alla aðila til að finna bestu lausnina fyrir AvtoVAZ, þar á meðal möguleikann á því að deila tækni," segir Caroline De Gezelle, talskona Renault, í samtali við Bloomberg.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×