Innlent

Þorsteinn Kragh í níu ára fangelsi

Þorsteinn Kragh var dæmdur í níu ára fangelsi.
Þorsteinn Kragh var dæmdur í níu ára fangelsi.

Þorsteinn Kragh var í dag dæmdur í níu ára fangelsi fyrir að smygla til landsins tæpum 200 kílóum af hassi og hálfu öðru kílói af kókaíni. Jacob van Hinte, hollenskur samverkamaður Þorsteins, var dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi en dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan ellefu í morgun. Þorsteinn mætti ekki við dómsuppsögu málsins.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, fulltrúi Helga Jóhannssonar, lögfræðings Þorsteins, sagði eftir dómsuppkvaðninguna að dómurinn væri allt of þungur. Hún sagðist jafnframt búast sterklega við því að dóminum yrði áfrýjað.

191 kíló af kannabisi og kíló af kókaíni var gert upptækt vegna málsins. Þá var húsbíll Jacobs einnig gerður upptækur. Í aðalmeðferð málsins bað hann sérstaklega um að fá að halda bílnum en hann er heimili Hollendingsins sem er á áttræðisaldri.

Þorsteinn hefur ávallt neitað sök í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×