Enski boltinn

Suarez kveðst ekki vera á förum frá Ajax í janúar

Ómar Þorgeirsson skrifar
Luis Suarez.
Luis Suarez. Nordic photos/AFP

Framherjinn eftirsótti Luis Suarez hjá Ajax hefur sterklega verið orðaður við stórlið á borð við Barcelona, Chelsea og Manchester United og talið er líklegt að félögin muni bera víurnar í leikmanninn um leið og félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Leikmaðurinn sjálfur er þó á því að hann verði áfram í herbúðum Ajax, í það minnsta fram á sumar.

„Menn geta haldið áfram að tala um Barcelona, Chelsea og Manchester United en eins og staðan er núna þá ætla ég mér að vera áfram hjá Ajax. Ég vil vera þar áfram alla vega þangað til í júní og þá skulum við sjá til hvað gerist," segir hinn 22 ára gamli Suarez sem hefur skorað 16 mörk á yfirstandandi tímabili með Ajax.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×