Innlent

Svar ráðuneytis sagt móðgun

Seyðisfjörður Jafnmikið atvinnuleysi og á höfuðborgarsvæðinu segja Seyðfirðingar.
Seyðisfjörður Jafnmikið atvinnuleysi og á höfuðborgarsvæðinu segja Seyðfirðingar.

Bæjarráð Seyðisfjarðar telur að utanríkisráðuneytið geti ekki notað atvinnu­ástand á höfuðborgarsvæðinu sem rök fyrir að flytja ekki störf út á land.

„Ríkisvaldinu hefur hingað til gengið afar illa að standa við stóru orðin um að flytja störf frá höfuðborgarsvæðinu til landsbyggðarinnar og því miður virðist það sama gilda þegar um ný störf er að ræða.

Bæjarráð Seyðisfjarðar telur að í þessu tilviki séu tilvitnanir í atvinnuástand á höfuðborgarsvæðinu móðgun við þá fjölmörgu sem eru atvinnulausir hér á Seyðisfirði en atvinnuleysi hér á staðnum er í svipuðu hlutfalli og á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í ályktun bæjarráðsins. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×