Idoldómari flæktur í kókaínmál Valur Grettisson skrifar 18. febrúar 2009 13:09 Björn Jörundur hugsar um einar. Fíkniefnasalinn Þorvarður Davíð Ólafsson var dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tvær líkamsárásir og fíkniefnasölu. Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hljóðritaði samtöl Þorvarðs við meinta viðskiptavini sína og eru þau birt óritskoðuð í dómnum. Þar má meðal annars finnna samræður Þorvarðar Davíðs við tónlistarmanninn og Idoldómarann Björn Jörund Friðbjörnsson sem áttu sér stað frá tímabilinu 19. apríl til 26. maí á síðasta ári. Endurrit liggja fyrir af nokkrum símtölum milli og Björns Jörundar sem er kallaður (B) og Þorvarðar, er áttu sér stað á tímabilinu frá 19. apríl til 26. maí 2008. Þannig segir eftirfarandi í símtali þeirra 24. apríl: B: „Mér áskotnaðist miði fyrir einn." Ákærði: „Já heyrðu þú getur alveg rölt við, ég er hérna heima." B: „Ókei." Í símtali þeirra 13. maí er eftirfarandi samtal: Ákærði: „Hæ, heyrðu var þetta ekki bara ás?" B: „Eee, eða tveir ef hægt, það ekkert mál sko." Ákærði: „Það er bara tólf sko. Bara tólf kall." B: „Ertu kominn eða?" Ákærði: „Nei, nei, það er bara tólf, tólfþúsundkall. Eruð þið tveir, eða hvað?" B: „Já, já." Þá segir í símtali þeirra 22. maí kl. 00.24: B: „Hæ, ertu nokkuð á ferðinni ennþá?" Ákærði: „Eee, ég gæti rúllað á þig fljótlega." B: „Ég ætlaði að fá hinn þarna félagann." Ákærði: „Já." B: „Tvíburabróðirinn." Ákærði: „Ókei." Loks eru eftirfarandi samtöl hinn 30. maí, kl. 23.09: Ákærði: „Ég hoppa bara, ég hoppa bara út, hvað varstu að hugsa um?" B: „Bara einar." Ákærði: „Ekki málið." B: „Heyrðu, ég labba þá niður, ég verð kominn eftir fimm mínútur." Og í símtali mínútu síðar heyrist: Ákærði: „Hæ." B: „Hæ, heyrðu, höfum þá tvo, því ég er með félaga mína og þeir klára þetta allt." Ákærði: „Ókei." Þegar haft var samband við Björn neitaði hann að um fíkniefnaviðskipti hefði verið að ræða. Hann sagðist hafa verið yfirheyrður vegna málsins, en taldi það ekki hafa neina eftirmála. Aðspurður sagðist hann þekkja Þorvarð án þess að vilja tilgreina með hvaða hætti þeir þekktust. Til hliðsjónar af samtölum Þorvarðar Davíðs við Björn og fleiri einstaklinga, var hann dæmdur fyrir kókaínsölu. Ekki þótti sannað að aðrar tegundir fíkniefna sem fundust við húsleit heima hjá honum, hafi verið ætlaðar til sölu. Þorvarður var síðan dæmdur fyrir að hafa slegið konu á síðasta ári og að auki sparkað í bringu hennar með því að hafa beitt svokölluðu „hringsparki". Þá var einnig dæmdur fyrir að sparka í klof manns við samlokukæli í 10-11 í miðborg Reykjavíkur. Að lokum var Þorvarður dæmdur fyrir að aka undir áhrifum lyfja. Alls fékk Þorvarður 15 mánaða fangelsi til frádráttar komi gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 31. maí til 6. júní 2008. Þá var Þorvarður sviptur ökuleyfi ævilangt. Honum er gert að greiða fórnalambi sínu 324.700 krónur fyrir hringsparkið. Þá voru gerð upptæk 385,70 grömm af kókaíni, 9,71 grömm af amfetamíni, 8,83 grömm af hassi, 2,9 grömm af maríhúana og 1,29 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni, auk riffils, haglabyssu, gasvopns og 300.000 krónur í reiðufé. Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Fíkniefnasalinn Þorvarður Davíð Ólafsson var dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tvær líkamsárásir og fíkniefnasölu. Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hljóðritaði samtöl Þorvarðs við meinta viðskiptavini sína og eru þau birt óritskoðuð í dómnum. Þar má meðal annars finnna samræður Þorvarðar Davíðs við tónlistarmanninn og Idoldómarann Björn Jörund Friðbjörnsson sem áttu sér stað frá tímabilinu 19. apríl til 26. maí á síðasta ári. Endurrit liggja fyrir af nokkrum símtölum milli og Björns Jörundar sem er kallaður (B) og Þorvarðar, er áttu sér stað á tímabilinu frá 19. apríl til 26. maí 2008. Þannig segir eftirfarandi í símtali þeirra 24. apríl: B: „Mér áskotnaðist miði fyrir einn." Ákærði: „Já heyrðu þú getur alveg rölt við, ég er hérna heima." B: „Ókei." Í símtali þeirra 13. maí er eftirfarandi samtal: Ákærði: „Hæ, heyrðu var þetta ekki bara ás?" B: „Eee, eða tveir ef hægt, það ekkert mál sko." Ákærði: „Það er bara tólf sko. Bara tólf kall." B: „Ertu kominn eða?" Ákærði: „Nei, nei, það er bara tólf, tólfþúsundkall. Eruð þið tveir, eða hvað?" B: „Já, já." Þá segir í símtali þeirra 22. maí kl. 00.24: B: „Hæ, ertu nokkuð á ferðinni ennþá?" Ákærði: „Eee, ég gæti rúllað á þig fljótlega." B: „Ég ætlaði að fá hinn þarna félagann." Ákærði: „Já." B: „Tvíburabróðirinn." Ákærði: „Ókei." Loks eru eftirfarandi samtöl hinn 30. maí, kl. 23.09: Ákærði: „Ég hoppa bara, ég hoppa bara út, hvað varstu að hugsa um?" B: „Bara einar." Ákærði: „Ekki málið." B: „Heyrðu, ég labba þá niður, ég verð kominn eftir fimm mínútur." Og í símtali mínútu síðar heyrist: Ákærði: „Hæ." B: „Hæ, heyrðu, höfum þá tvo, því ég er með félaga mína og þeir klára þetta allt." Ákærði: „Ókei." Þegar haft var samband við Björn neitaði hann að um fíkniefnaviðskipti hefði verið að ræða. Hann sagðist hafa verið yfirheyrður vegna málsins, en taldi það ekki hafa neina eftirmála. Aðspurður sagðist hann þekkja Þorvarð án þess að vilja tilgreina með hvaða hætti þeir þekktust. Til hliðsjónar af samtölum Þorvarðar Davíðs við Björn og fleiri einstaklinga, var hann dæmdur fyrir kókaínsölu. Ekki þótti sannað að aðrar tegundir fíkniefna sem fundust við húsleit heima hjá honum, hafi verið ætlaðar til sölu. Þorvarður var síðan dæmdur fyrir að hafa slegið konu á síðasta ári og að auki sparkað í bringu hennar með því að hafa beitt svokölluðu „hringsparki". Þá var einnig dæmdur fyrir að sparka í klof manns við samlokukæli í 10-11 í miðborg Reykjavíkur. Að lokum var Þorvarður dæmdur fyrir að aka undir áhrifum lyfja. Alls fékk Þorvarður 15 mánaða fangelsi til frádráttar komi gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 31. maí til 6. júní 2008. Þá var Þorvarður sviptur ökuleyfi ævilangt. Honum er gert að greiða fórnalambi sínu 324.700 krónur fyrir hringsparkið. Þá voru gerð upptæk 385,70 grömm af kókaíni, 9,71 grömm af amfetamíni, 8,83 grömm af hassi, 2,9 grömm af maríhúana og 1,29 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni, auk riffils, haglabyssu, gasvopns og 300.000 krónur í reiðufé.
Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira