Innlent

Þurfa að grípa til varasjóða

Frjáls félagasamtök á Íslandi sem starfa að mannúðarmálum í þróunarríkjum hafa mörg hver neyðst til að grípa til varasjóða til þess að halda starfseminni gangandi. Samtökin hafa einnig dregið úr framkvæmdum eða leitað samstarfs við aðra um verkefni. Þetta kemur fram í Veftímariti um þróunarmál.

Þar kemur fram að samtök á borð við Hjálparstarf kirkjunnar, Samband íslenskra kristniboðsfélaga og Rauða krossinn hafi öll þurft að grípa til slíkra aðgerða til að standa við áætlanir um fjárframlög og verkefni í þróunarlöndum.- kg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×