Handbolti

Róbert með fjögur í sigri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Róbert Gunnarsson í leik með Gummersbach.
Róbert Gunnarsson í leik með Gummersbach. Nordic Photos / Getty Images

Róbert Gunnarsson skoraði fjögur mörk fyrir Gummersbach sem vann sigur á Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 28-24.

Hannes Jón Jónsson skoraði þrjú mörk fyrir Hannover-Burgdorf en alls fóru fjórir leikir fram í Þýskalandi í kvöld.

Füchse Berlín, lið Dags Sigurðssonar, steinlá á heimavelli fyrir Hamburg, 37-25. Rúnar Kárason komst ekki á blað hjá Füchse Berlín.

Sverre Andreas Jakobsson spilaði með Grosswallstadt en skoraði ekki er liðið gerði jafntefli við Göppingen á útivelli, 27-27. Einar Hólmgeirsson er sem fyrr frá hjá Grosswallstadt vegna meiðsla.

Þá vann Flensburg sigur á Melsungen, 34-30. Alexander Petersson skoraði þrjú mörk fyrir Flensburg í leiknum.

Hamburg er í öðru sæti deildarinnar með átján stig, einu á eftir Kiel. Göppingen er í fjórða sætinu með sautján stig.

Flensburg er svo í sjöunda sæti með fjórtán stig, Grosswallstadt í því áttunda með tólf, Füchse Berlín í tíunda með tíu stig og Hannover-Burgdorf í sextánda sæti með fjögur stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×