Markvarsla Harðar tryggði Akureyri sigur Hjalti Þór Hreinsson skrifar 12. nóvember 2009 20:41 Heimir Örn Árnason, Akureyringur. Fréttablaðið Hörður Flóki Ólafsson sýndi meistaratakta í marki Akureyrar og tryggði liðinu 25-24 sigur gegn Stjörnunni í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Hörður varði 26 skot, þar af þrjú víti og þrjú hraðaupphlaup og tvö skot í síðustu sókn gestanna sem gátu jafnað. Jafnt var á öllum tölum í byrjun leiks á Akureyri. Heimamenn komust yfir og voru skrefinu á undan en staðan var 5-5 þegar Akureyringar áttu góðan sprett. Þeir skoruðu þá fimm mörk í röð og komust í 10-5 og ráðþrota Stjörnumenn tóku leikhlé til að ráða ráðum sínum Það virðist hafa virkað ágætlega því liðið kom sterkt aftur inn í leikinn og skoraði strax tvö mörk. Stjörnumenn minnkuðu svo muninn jafnt og þétt en réðu illa við Hörð Flóka Ólafsson í marki heimamanna sem varði tólf skot í fyrri hálfleik, þar af eitt víti og þrjú hraðaupphlaup. Þá stóð 5-1 vörn Akureyringa vel fyrir sínu á löngum köflum. Staðan í hálfleik var 13-12 fyrir Akureyri en Stjarnan komst yfir með tveimur fyrstu mörkum síðari hálfleiks. Akureyri komst þó strax aftur yfir og voru alltaf skrefinu á undan. Þeir komust mest í fjögurra marka forystu en Stjörnumenn neituðu að gefast upp og stóðu vel uppi í hárinu á heimamönnum. Akureyri var með sigurinn í höndunum þegar skammt var eftir. En með lélegum skotum og slökum ákvörðunum náðu Stjörnumenn að minnka muninn í eitt mark. Akureyringar fengu fáránlega brottvísun og misstu svo boltann klaufalega þegar hálf mínúta var eftir, Stjarnan tók leikhlé og fór í sókn. Stjarnan náði tveimur skotum á markið en Hörður kórónaði frammistöðu sína með tveimur flottum markvörslum. Hann bar af á vellinum í kvöld en Oddur Grétarsson sýndi einnig frábæra takta. Akureyri var nálægt því að kasta sigrinum frá sér en má vel við una við stigin tvö. Liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð. Ungt lið Stjörnunnar sýndi flotta baráttu og hefðu með smá heppni unnið sér inn gott stig.Mörk Akureyri (skot): Jónatan Magnússon 7/3 (9/5), Oddur Grétarsson 6/1 (8/2), Heimir Örn Árnason 4 (10), Árni Þór Sigtryggsson 3 (10), Hörður F. Sigþórsson 2 (4), Geir Guðmundsson 2 (5), Guðmundur H. Helgason 1 (2).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 26/3 (50) 52%Hraðaupphlaup: 4 (Heimir 2, Oddur 2).Fiskuð víti: 7 (Hörður 4, Oddur, Árni, Heimir).Utan vallar: 6 mín.Mörk Stjörnunnar: Vilhjálmur Halldórsson 5/1 (10), Guðmundur Guðmundsson 4 (8/1), Kristján S Kristjánsson 4 (10), Þórólfur Nielsen 4 (9/1), Sverrir Eyjólfsson 2 (3), Sigurður Helgason 2 (3), Jón Arnar Jónsson 2/1 (5/2), Eyþór Magnússon 1 (1), Fannar Kristmannsson 1 (2),Björn Friðriksson 0 (4),Daníel Einarsson 0 (4). Varin skot: Roland Eradze 19/2 (44) 42% Hraðaupphlaup: 5 (Kristján 2, Vilhjálmur, Sigurður, Þórólfur).Fiskuð víti: 5 (Þórólfur 2, Björn 2, Sverrir).Utan vallar: 4 mín. Olís-deild karla Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
Hörður Flóki Ólafsson sýndi meistaratakta í marki Akureyrar og tryggði liðinu 25-24 sigur gegn Stjörnunni í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Hörður varði 26 skot, þar af þrjú víti og þrjú hraðaupphlaup og tvö skot í síðustu sókn gestanna sem gátu jafnað. Jafnt var á öllum tölum í byrjun leiks á Akureyri. Heimamenn komust yfir og voru skrefinu á undan en staðan var 5-5 þegar Akureyringar áttu góðan sprett. Þeir skoruðu þá fimm mörk í röð og komust í 10-5 og ráðþrota Stjörnumenn tóku leikhlé til að ráða ráðum sínum Það virðist hafa virkað ágætlega því liðið kom sterkt aftur inn í leikinn og skoraði strax tvö mörk. Stjörnumenn minnkuðu svo muninn jafnt og þétt en réðu illa við Hörð Flóka Ólafsson í marki heimamanna sem varði tólf skot í fyrri hálfleik, þar af eitt víti og þrjú hraðaupphlaup. Þá stóð 5-1 vörn Akureyringa vel fyrir sínu á löngum köflum. Staðan í hálfleik var 13-12 fyrir Akureyri en Stjarnan komst yfir með tveimur fyrstu mörkum síðari hálfleiks. Akureyri komst þó strax aftur yfir og voru alltaf skrefinu á undan. Þeir komust mest í fjögurra marka forystu en Stjörnumenn neituðu að gefast upp og stóðu vel uppi í hárinu á heimamönnum. Akureyri var með sigurinn í höndunum þegar skammt var eftir. En með lélegum skotum og slökum ákvörðunum náðu Stjörnumenn að minnka muninn í eitt mark. Akureyringar fengu fáránlega brottvísun og misstu svo boltann klaufalega þegar hálf mínúta var eftir, Stjarnan tók leikhlé og fór í sókn. Stjarnan náði tveimur skotum á markið en Hörður kórónaði frammistöðu sína með tveimur flottum markvörslum. Hann bar af á vellinum í kvöld en Oddur Grétarsson sýndi einnig frábæra takta. Akureyri var nálægt því að kasta sigrinum frá sér en má vel við una við stigin tvö. Liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð. Ungt lið Stjörnunnar sýndi flotta baráttu og hefðu með smá heppni unnið sér inn gott stig.Mörk Akureyri (skot): Jónatan Magnússon 7/3 (9/5), Oddur Grétarsson 6/1 (8/2), Heimir Örn Árnason 4 (10), Árni Þór Sigtryggsson 3 (10), Hörður F. Sigþórsson 2 (4), Geir Guðmundsson 2 (5), Guðmundur H. Helgason 1 (2).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 26/3 (50) 52%Hraðaupphlaup: 4 (Heimir 2, Oddur 2).Fiskuð víti: 7 (Hörður 4, Oddur, Árni, Heimir).Utan vallar: 6 mín.Mörk Stjörnunnar: Vilhjálmur Halldórsson 5/1 (10), Guðmundur Guðmundsson 4 (8/1), Kristján S Kristjánsson 4 (10), Þórólfur Nielsen 4 (9/1), Sverrir Eyjólfsson 2 (3), Sigurður Helgason 2 (3), Jón Arnar Jónsson 2/1 (5/2), Eyþór Magnússon 1 (1), Fannar Kristmannsson 1 (2),Björn Friðriksson 0 (4),Daníel Einarsson 0 (4). Varin skot: Roland Eradze 19/2 (44) 42% Hraðaupphlaup: 5 (Kristján 2, Vilhjálmur, Sigurður, Þórólfur).Fiskuð víti: 5 (Þórólfur 2, Björn 2, Sverrir).Utan vallar: 4 mín.
Olís-deild karla Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira