Hagfræðingur: Greiðsluþrot verður vart umflúið Sigríður Mogensen skrifar 19. október 2009 12:00 Greiðsluþrot þjóðarbúsins verður vart umflúið og aðgerðaráætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þarfnast róttækrar endurskoðunar. Þetta kemur fram í bréfi sem Gunnar Tómasson, hagfræðingur, sendi alþingismönnum í gærkvöldi. Gunnar Tómasson starfaði sem sérfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í aldarfjórðung. Hann hélt fyrirlestur í Reykjavíkur Akademíunni þann 7. febrúar síðastliðinn. Þar viðraði hann þá skoðun sína að íslenska þjóðarbúið stefndi í greiðsluþrot innan 12 til 18 mánaða. Í bréfi sínu til alþingismanna segir Gunnar að framvinda mála í kjölfarið hafi styrkt þá skoðun hans. Þar kemur fram að íslenska þjóðarbúið sé með fjórfalt hærri erlenda skuldastöðu en þau 50-60% af landsframleiðslu sem Harvard prófessorinn og fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Kenneth Rogoff segir vera mjög erfiða viðureignar. Þá sé erlend skuldastaða þjóðarbúsins tvöfalt hærri en þau 100-150% sem Rogoff segir vera fá fordæmi um að skuldsettar þjóðir hafi ráðið við. Gunnar vitnar í kafla úr nefndaráliti annars minnihluta fjárlaganefndar Alþingis frá því í sumar. Þar segir að skuldsetning þjóðarbúsins erlendis sé komin langt umfram það sem gerist hjá mörgum skuldugustu þjóðum heims. Í úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá nóvember 2008 var erlend brúttóskuldsetning þjóðarbúsins áætluð 160% af landsframleiðslu á þessu ári. Eins og fréttastofa hefur áður greint frá var skuldsetningin vanmetin á þeim tíma og stefnir allt í að erlendar skuldir þjóðarbúsins séu orðnar um það bil 240-250% af landsframleiðslu. Þess má geta að nýtt skuldaþolsmat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins liggur ekki fyrir þar sem endurskoðun sjóðsins á efnahagsáætlun Íslands bíður enn. Gunnar segir að aðgerðaráætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem hafi byggt á allt öðrum forsendum varðandi erlenda skuldastöðu, þarfnist róttækrar endurskoðunar. Greiðsluþrot þjóðarbúsins verði vart umflúið. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Greiðsluþrot þjóðarbúsins verður vart umflúið og aðgerðaráætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þarfnast róttækrar endurskoðunar. Þetta kemur fram í bréfi sem Gunnar Tómasson, hagfræðingur, sendi alþingismönnum í gærkvöldi. Gunnar Tómasson starfaði sem sérfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í aldarfjórðung. Hann hélt fyrirlestur í Reykjavíkur Akademíunni þann 7. febrúar síðastliðinn. Þar viðraði hann þá skoðun sína að íslenska þjóðarbúið stefndi í greiðsluþrot innan 12 til 18 mánaða. Í bréfi sínu til alþingismanna segir Gunnar að framvinda mála í kjölfarið hafi styrkt þá skoðun hans. Þar kemur fram að íslenska þjóðarbúið sé með fjórfalt hærri erlenda skuldastöðu en þau 50-60% af landsframleiðslu sem Harvard prófessorinn og fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Kenneth Rogoff segir vera mjög erfiða viðureignar. Þá sé erlend skuldastaða þjóðarbúsins tvöfalt hærri en þau 100-150% sem Rogoff segir vera fá fordæmi um að skuldsettar þjóðir hafi ráðið við. Gunnar vitnar í kafla úr nefndaráliti annars minnihluta fjárlaganefndar Alþingis frá því í sumar. Þar segir að skuldsetning þjóðarbúsins erlendis sé komin langt umfram það sem gerist hjá mörgum skuldugustu þjóðum heims. Í úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá nóvember 2008 var erlend brúttóskuldsetning þjóðarbúsins áætluð 160% af landsframleiðslu á þessu ári. Eins og fréttastofa hefur áður greint frá var skuldsetningin vanmetin á þeim tíma og stefnir allt í að erlendar skuldir þjóðarbúsins séu orðnar um það bil 240-250% af landsframleiðslu. Þess má geta að nýtt skuldaþolsmat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins liggur ekki fyrir þar sem endurskoðun sjóðsins á efnahagsáætlun Íslands bíður enn. Gunnar segir að aðgerðaráætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem hafi byggt á allt öðrum forsendum varðandi erlenda skuldastöðu, þarfnist róttækrar endurskoðunar. Greiðsluþrot þjóðarbúsins verði vart umflúið.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira