Golf

Frábær endasprettur komi Birgi Leif áfram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG.
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG. Mynd/GettyImages

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG komst í dag í gegnum niðurskurðinn á Telenet Trophy mótinu í Belgíu. Birgir Leifur fékk fugla á síðustu þremur holunum sem nægðu honum til þess að komast áfram.

Birgir Leifur lék annan hringinn á 73 höggum eða einu höggi yfir pari og er nú á pari eftir fyrstu 36 holurnar á mótinu.

Niðurskurðurinn var miðaður við eitt högg yfir pari og þegar þrjár holur voru eftir var Birgir Leifur kominn fjögur högg yfir parið. Hann fékk þá þrjá fugla í röð og tryggði sér sæti í 3. umferð ásamt 72 öðrum kylfingum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×