Býr hjá vinum eftir að hafa rifið húsið 19. júní 2009 06:00 Björn Mikkaelsson „Ég er ekki að hvetja fólk til þess að gera þetta en ég sé alls ekki eftir þessu," segir Björn Mikkaelsson. Á þjóðhátíðardaginn reif hann húsið sem hann bjó í á Álftanesi en hann hefði þurft að afsala sér því í hendur sýslumanns í dag. „Ég hefði örugglega séð eftir því hefði ég ekki gert þetta. Það er búið að króa mann þannig af að ég hef engu að tapa." Björn tók 36 milljóna króna lán í erlendri mynt fyrir húsinu árið 2003. Hann reisti það sjálfur enda var hann með fyrirtæki sem sérhæfði sig í því. „Ég hef því byggt fleiri hús en ég hef rifið svo staðan er enn í plús hvað það varðar," bætir hann við í gríni. Fyrir tveimur árum fór svo að síga á ógæfuhliðina og reksturinn rann út í sandinn á síðasta ári. „Þetta er samspil af mörgum þáttum, ég var kominn í vanskil hjá bankanum þar sem ég lenti í slæmum kúnnum sem borguðu mér ekki. Þetta leiddi til þess að ég lenti í greiðsluerfiðleikum og húsið átti að fara á uppboð nokkrum dögum eftir bankahrun. Þá var lánið komið upp í 78 milljónir." Hann segist hafa fengið þau svör í bankanum að hann yrði að semja sig út úr vandanum en hann fengi enga viðsemjendur því skilanefnd hefði ekki tíma til að sinna hans máli. Hann segist sjálfur búa hjá vinafólki um þessar mundir en kona hans er komin til útlanda. Þau eiga tvö börn sem bæði eru uppkomin. Hann leiti nú að vinnu, annars sé allt á huldu hjá þeim hjónum með framtíðina. „Ef ég á að dúsa í prísundinni fyrir að rústa einu húsi þá verður örugglega þröngt á þingi því allir þeir sem rústuðu þjóðinni hljóta þá að vera þarna líka," segir hann að lokum. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Ég er ekki að hvetja fólk til þess að gera þetta en ég sé alls ekki eftir þessu," segir Björn Mikkaelsson. Á þjóðhátíðardaginn reif hann húsið sem hann bjó í á Álftanesi en hann hefði þurft að afsala sér því í hendur sýslumanns í dag. „Ég hefði örugglega séð eftir því hefði ég ekki gert þetta. Það er búið að króa mann þannig af að ég hef engu að tapa." Björn tók 36 milljóna króna lán í erlendri mynt fyrir húsinu árið 2003. Hann reisti það sjálfur enda var hann með fyrirtæki sem sérhæfði sig í því. „Ég hef því byggt fleiri hús en ég hef rifið svo staðan er enn í plús hvað það varðar," bætir hann við í gríni. Fyrir tveimur árum fór svo að síga á ógæfuhliðina og reksturinn rann út í sandinn á síðasta ári. „Þetta er samspil af mörgum þáttum, ég var kominn í vanskil hjá bankanum þar sem ég lenti í slæmum kúnnum sem borguðu mér ekki. Þetta leiddi til þess að ég lenti í greiðsluerfiðleikum og húsið átti að fara á uppboð nokkrum dögum eftir bankahrun. Þá var lánið komið upp í 78 milljónir." Hann segist hafa fengið þau svör í bankanum að hann yrði að semja sig út úr vandanum en hann fengi enga viðsemjendur því skilanefnd hefði ekki tíma til að sinna hans máli. Hann segist sjálfur búa hjá vinafólki um þessar mundir en kona hans er komin til útlanda. Þau eiga tvö börn sem bæði eru uppkomin. Hann leiti nú að vinnu, annars sé allt á huldu hjá þeim hjónum með framtíðina. „Ef ég á að dúsa í prísundinni fyrir að rústa einu húsi þá verður örugglega þröngt á þingi því allir þeir sem rústuðu þjóðinni hljóta þá að vera þarna líka," segir hann að lokum.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira